Sameiningin - 01.02.1912, Síða 53
405
sá er yfirrá'öin heföi og kœrai mönnum til bjargar; en
þeir, sem uppi voru á þeirri tíð, einnig greindir menn og
heimspekilega hugsandþ komu ekki auga á neina von,
♦ nema með því eina móti, að Róm yrði undirokuð; tœkist
það, myndi linan fást á bölinu, ýmist fyrir endrbœtr e'öa
nýtt fyrirkomulag; um þá breyting báöu menn; til aS koma
henni til leiðar hófu þeir samsœri, gjörSu upphlaup og
böröust; í sama tilgangi gengu menn í dauöann og vökv-
• uöu jöröina ýmist nieö blóöi eöa tárum — en ætíö varö
sama niörstaöan.
Nú skal þaö tekiö fram, sem ekki hefir neitt veriö
minnzt á hér aö framan, aö Ben Húr var samhuga þeim
mikla fjölda samtíðarmanna sinna, sem ekki voru Róm-
verjar. Fimm ára d’völ hans í höfuöborginni varö honum
aö ágætu tœkifœri til aö sjá og kynna sér hina margvíslegu
eymd hinna undirokuðu þjóða; og þarsem hann trúöi því
fyllilega, að böl þaö, er heimrinn hafði-til brunns aö bera,
stafaði lang-helzt af stjórnmála-ástandinu, og aö því yröi
aöeins meö vopnum afstýrt, þá var hann nú í þann veginn
* aö búa sig hœfilega undir þaö að geta verið meö þann dag,
er hinn djarfmannlegi ófriðr yrði hafinn. Svo vel haföi
hann tamið sér vopnaburö, aö hann var þegar fullkominn
hermaðr; en sum stig hernaðar liggja hátt, og sá, sem þar
ætti aö geta heppilega komið fram, myndi veröa aö hafa
vit á fleiru en því að verjast meö skildi og leggja spjóti.
Á þeim stigum hernaðar kemr herforingi auga á það, sem
þar er hlutverk hans í þaö og það skifti; en mesta hlut>-
verkið er það aö láta einn verða úr mörgum; en sá eini er
foringinn sjálfr. Fullkominn er því sá herforingi, sem
stendr uppi vopnaðr með her á orrustuvelli. Útaf ranglæti
því, er Ben Húr persónulega hafði verið beittr, lét hann
sig dreyma um hefnd; en vafalaust myndi meiri líkindi til,
að slíkri hefnd yrði einhvern veginn komið fram í ófriði,
en fyrir einhver friðsamleg fyrirtœki; við þessa íhugan
hallaðist hann enn meir að áformi því, sem bent hefir
verið til, um lífsstefnuna framvegis; allt þetta vakti nú
fyrir honum.
Tilfinningar þær, sem hjá honum vöknuðu útaf því,
er hann heyrði til Balthasars, verða nú vel skiljanlegar.
Sagan snart tvo einhverja viðkvæmustu bletti á innra
manni hans svo mjög, að í þeim ómaði einsog í hljóðfœris-
streng. Hjarta hans bærðist ótt, og þó enn óðara, er hann
hafði prófað sjálfan sig og komizt að hiklausri sannfœring
um, og saga sú hlyti að vera algjörlega sönn, og það annað,
að barnið, sem á svo undrsamlegan hátt hefði fundizt, væri
Messías. Og er hann forviða var að velta því fyrir sér,
hvernig á því gæti staðið, að ísraelslýðr lét sig opinberan-