Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 55

Sameiningin - 01.02.1912, Side 55
407 a'Ö þá cr Heródes frétti um flótta okkar, seudi hann þangaíS ofaneftir menn til aíS lífláta yngstu börnin í Betlehem og ekkert þeirra komst undan. Trú erindsreka minna fékk sta'öfesting ; en þeir komu til mín og kváðu barniö dáiö; það hefSi misst lífið meö sakleysingjunum hinum.“ ,/Dáiö!“ — kallaði Ben Húr upp forviöa. „Dáiö — segirðu ?“ „Nei, sonr minn! eg sagði það ekki. Eg sagði, að erindsrekar mínir hefði sagt mér, að barniö væri dáið. Eg trú'ði ekki þeim tíöindum þá, og eg trúi þeim ekki enn.“ „Eg þykist þá vita, að þér hafi hlotnazt einhver sér- stök vitneskja um þetta.“ „Nei, alls ekki“ — svaraði Balthasar og leit nú ekki lengr upp. „Andinn átti ekki að fara meö okkr lengra en til barnsins. F^egar vi'ö komum útúr hellinum, eftir að viö höfðum látið af hendi gjafir okkar og við höfðum séð barnið, lituðumst við fyrst um eftir stjörnunni; en hún var horfin, og við vissum, að við vorum látnir eftir einir. T’að, sem hinn heilagi blés okkr síðast í brjóst — eftir því, er mig rekr minni til—, var það, er við fengurn að vitá, að við ættum að leita hælis hjá Ilderim." ,,Já“ —■ mælti sjeikinn og greiddi þá skeggið með fingrunum í ákefð. „Tið sögðuð mér, að þið væruð send- ir til mín af andanum — eg man það.“ „Mér hefir engin sérstök vitneskja hlotnazt“ — hélt Balthasar áfram og tók nú eftir, að hryggðarsvipr var kominn á andlit Ben Húrs; —■ „en, son minn! eg hefi vandlega íhugað þetta, og það í mörg ár samfleytt, með guðlegri hjálp í trúnni, og um það get eg fullvissað þig, um leið og eg ákalla guð til vitnis um það, að sú trú er nú hjá mér eins sterk og þá er eg heyrði rödd andans kalla á mig við vatnsströndina. Viljir þú á mig hlusta, þá skal eg segja þér, hvað eg hefi fyrir mér í þeirri sann- íœring, að barnið sé á lífi.“ Það þurfti ekki annað en að líta framaní þá Ilderim og Ben Húr til að sannfœrast um, að þeir voru þessu báöir samþykkir, og var auðsætt, að þeir beittu allri orku til að skilja, ekki síðr en hlusta á. Áhugi þeirra á því, sem. Balthasar var að segja, breiddist út-til þjónanna,, sem fœrðu sig nær legubekknum og stóðu þar, hlustandi á. Um allt tjaldið var dauða-þögn. „Við þrímenningar trúum á guð.“ Balthasar hneigði höfuðið, er hann mælti þetta, og tók svo aftr til máls: ,;0g hann er sannleikrinn. Orð hans er guð. Fjöllin geta að dufti orðið og höfin þurrkuð upp af sunnanvindun-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.