Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 10
8
TÍMARIT I>JÖÐRÆKNLSFÉLAGS ISLENDINGA
bað hann vanda kvæíSið betur; ella
skyldi ihann 'hafa verra af. Karl tók
því vel og byrjaði að fara með vísur
þær, er heita þokuvísur. “Þoku Iýstr
upp h:t eystra” o. s. frv. Þá brá svo
v'ð að þoka varð í höllinni, og ágerð-
ist, þar til er aldimt var orðið. Þá
brýnir karl enn röddina og hefur upp
síðasta kafla kvæðisins, sem kallað
hefir verið Jarlsníð, og er sjálfsagt
rammasta níð, sem nokkurntíma hefir
verið kveðið, ef trúa má sögunni, því
að það var svo magnað, segir sagan,
að alt fór á ferð og flug, sem í höll-
inni var. Vopnin, sem 'hirðmennirmr
höfðu lagt af sér, fóru á kreik, þótt
enginn maður hefði hönd á þeim, og
varð svo mikill vopnáburður þarna í
myrkrinu, að margir fengu sár af og
sumir ibana. Jarlinn sat undir þessum
ósköpum; honum leið illa, og að lok-
um féll hann í öngvit. Þá þóttist Þor-
Ieifur hafa nóg að gert, þagnaði og
hvarf burtu úr höllinni. Tók þá að
birta aftur, og hirðmenn fóru að ræsta
höllina og stumra yfir jarli. Hann
raknaði við, en rotnað var af honum
hár og skegg, og óx aldrei aftur. Svo
nær gekk honum níðið.
Eg ætla ekki að segja ykkur meira
af þessari sögu. Þið getið lesið hana
fyllri og lengri í þættinum af Þorleifi
jarlaskáld.
Engum manni dettur nú í hug, að
saga þessi sé sönn í þeim skilningi, að
atiburðirnir hafi gerst alveg á þann
hátt, sem sagan segir. Það er þjóð-
sögublær á þessum söguþætti. En eng-
inn sky'ldi þar fyrir kalla hana lyga-
sögu. Honum hefir verið trúað af
því, að hann kom að einhverju leyti
heim við það, sem menn þóttust hafa
reynt. Þjóðsögur eru yfirleitt ekki
lygasögur, heldur nokkurskonar skáld-
sögur. Sumum finst það nú vera hið
sama, kalla skáldskapinn lygi, og lyg-
ina skáldskap. En það er rangmæli
og af vanþekkingu sprottið. Ekkert
er rétt nefndur skáldskapur, nema það
hafi einhvern sannleika að geyma. En
sannleikurinn í skáldskap og þjóðsög-
um kemur stundum fram í dularklæð-
um. Hann er ekki lagður fram fyrir
augu okkar ber og nakinn, helaur er
yfir hann breidd einhvei blæja, svo að
reyna verður á skarpskygnina, tii þess
að koma auga á hann. Á þann hátt
verður oft fullt svo áhrifamikið það
sem sagt er, ef nokkuð verður fyrir
því að hafa, að finna vitið í því.
Kraftaskáld.
En hvað er það, sem okkur er sagt
í þessari kynsjasögu um Þorleif jarls-
skáld? Eða er nokkuð vit í henni.
í þeirri sögu kemur fram ákaflega
sterk trú á það, sem nú er umtalsefni
mitt, á mátt orðsins, mátt tungunnar
— eða mátt mannsandans, mætti eins
segja, því að auðvitað eru orðin og
tungan ekki annað en verkfæri and-
ans.
Þá trú höfðu forfeður okkar, og
þóttust hafa reynslu fyrir. Þeir trúðu
því, að til væru kraftaskáld. Þeir
trúðu því, að heiftarorð yrðu að á-
hrínsorðum, einkum ef töluð voru í
mikilli geðshræringu, þegar vel var
fylgt á eftir, orðin borin fram af öllu
afli sterks vilja. Og eins og heiftar-
orð og böl-bænir gátu orðið að áhr'íns-
orðum, svo var og um árnaðar-orð og
heillaóskir, þegar heitur og sterkur
vilji stóð á bak við. — Trúin á krafta-
skáld var mjög almenn á íslandi — og
reyndar víðar um lönd. Margar sög-