Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 11
MÁTTUR ORÐSINS
9
ur eru til á ýmsum tungumálum um
undramátt söngs og ljóða. En enga
þekki eg stórfenglegri en söguna um
Þorleif jarlsskáld. Sú saga hefði tæp-
Jega getað orðið til nú á dögum hjá
alþýðunni í mentalöndunum svo köll-
uðu, þar sem menn eru farnir að trúa
því, að skáldskapur sé ekki annað en
glingur, nokkurskonar leikfang, rétt
til þess að stytta sér stundir við; eðe.
munaðarvara, sem til lítils sé nýt. Nei,
sagan hefði ekki getað orðið til og
geymst hjá öðru fólki en þvi, sem vissi
það af reynslu, að miklir andans menn
eru máttugir, að sterkur vilji og heit-
ar tilfinningar geta haft hin furðuleg-
ustu áhrif, þó að engin athöfn fylgi
önnur en að tala. Orðin verða mátt-
ug á vörum slíkra manna. Þorleifur
kvað svo að dimt varð í höllinni og
jarlinn hneig í ómeginn. Þessu áttu
orðin ein að orka. Því trúðu gömlu
mennirnir forfeður okkar. Þe;r trúðu
á mátt orðanna, þegar þau eru þrung-
in af eldhita einhverrar ástríðu, svo
sem nístandi haturs, brennandi ástar
eða bjargfastrar trúar.
Þessi trú er nú hjá mörgum heldur
dauf. En ef svo er um okkur, þá held
eg að það komi til af því, að við erum
sjálf andleg lítilmenni, og getum þess
vegna ekki trúað neinu háu og stóru,
ekki skilið neitt nema það sé lítið og
Jágt — eins og við sjálf.
Enginn hefir gert jafn mikið úr
mætti mannsandans og afli orðsins eins
og Jesús Kristur. Þið munið, að hann
sagði: “Trúaður maður getur alt.”
Og til þess að ekki væri um að villast,
hvað hann átti við, sagði hann öðru
sinni: “Ef þið hefðuð trú, þá gætuð
þið sagt við þetta fjall: “ríf þig upp
og kasta þér í hafið”, og það mundi
hlýða yður.” Dýpra er varla unt að
taka í árinni. Lengra verður ekki
komist í trú á mátt orðsins. Og úr því
að hann, meistarinn guðdómlegi, hafði
þessa trú, þá finst mér það fara að
verða afsakanlegt fyrir okkur og
vansalaust, þó að við séum nokkuð
trúgjörn á sumt, sem kallað er kynja-
sögur.
Eg er ekki með þessu að halda því
að ykkur, að sagan um Þorleif jarls-
skáld sé bókstaflega sönn, eða aðrar
slíkar kraftaskáldasögur. Eg ætla
ekki að reyna að telja ykkur trú um,
að JJallgrímur Pétursson hafi í raun
og veru kveðið tófu í rot með einni
ferskeytlu, eins og ein þjóðsagan seg-
ir. En þessar og þvílíkar sögur minna
okkur á þann sannleika, að krafta-
skáld hafa verið til og eru til enn í dag,
og alþýða manna hefir altaf haft eitt-
hvert veður af því, hve mikill máttur
þeim er gefinn. Frá því sögur hófust,
hafa Iíklega skáldin verið máttugustu
mennirnir á þessari jörð. Auðvitað
ekki öll skáld, því síður allir, sem kall-
aðir hafa verið því nafni. En þau
skáld 'hafa verið til, er svo voru mátt-
ug, að þau hafa breytt stefnu tíðar-
andans og valdið straumhvörfum í
sögu þjóðanna. Og það er ennþá
stórkostlegra kraftaverk, heldur en
það þrekvirkj., að kveða Hákon Hlaða-
jarl í öngvit.
Stórvirkir sáðmenn.
Þessu til skýringar vildi eg mega
benda á nokkur dætai.
Ein'hver stórvægi'legasti atburður
mannkynssögunnar er stjórnarbylting-
in mikla á Frakklandi, þegar franska
þjóðm varð tll þess að hnsta af sér
ánauðarok einveldisins. Sá mikli at-