Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 14

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 14
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ísland farsældafrón. Jónas Hallgrímsson og þeir Fjöln- ismennirnir voru teknir til starfa á undan Jóni Sigurðssyni. Munið þið, hvernig tímaritið þeirra, Fjölnir, hóf göngu sína. Þegar fyrsta hefti þess rits barst til Islands, mun mörgum hafa orðið starsýnt á fyrstu blaðsíð- una. Þar stóð kvæði, sem ekki hafði sézt fyr, kvæðið “ísland farsælda- frón”. Mér er altaf að skiljast það betur og betur, hver feikna áhrif 'þetta eina kvæði kann að hafa haft, og ef til vill allra mest fyrstu orð kvæðisins. Það var djarft að kalla landið okkar farsælda-frón, á þeim tíma, þegar flest var þar í niðurníðslu. Umbótatil- raunirnar, sem við og við höfðu verið gerðar, t. d. á dögum Skúla Magnús- sonar, sýndust flestar hafa farið í strand. Þjóðin sat í hálfgerðri eymd og volæði og sá ekki önnur ráð en að “lifa og deyja upp á kóngsins náð”. Danir yrðu að halda í okkur lífinu, ef við ættum að lifa; allur þorri manna vonlítill og trúlítill á nokkra viðreisn fyrir þjóðina. Hvílíkt hugrekki þurfti þá ekki til að slengja þessari fjarstæðu framan í fólkið: ísland — farsældar- land, hagsældarland? — En kvæðið, sem byrjaði á þessu öfugmæli, breidd- ist samt út — þó að vitlaust væri. Þessi vitleysa var einhvernveginn svo falleg, að menn gátu ekki annað en Iært hana. Eftir nokkur ár kunnu menn þetta kvæði um þvert og endi- langt ísland. Og svo er enn í dag, að hvert barnið lærir það. — Það er sannfæring mín, að þetta eina orð — fvrsta orðið á fyrstu blaðsíðunni í Fjölni — hafi váldið reglulegri bylt- ingu í hugum manna á Islandi — án þess að þeir vissu. Þeir tóku bara við kvæðinu brosandi og léku sér við að læra það, léku sér að því eins og fall- egu barnagulli. En — það gróf um sig í huganum. Áður en menn vissu af, voru þeir farnir að trúa því, að þetta væri sannleikur: ísland væri, eða gæti verið, farsældarland. Og nú er það orðin bjargföst sannfæring flestra íslendinga. Þetta spámanns- orð Jónasar, sem í fyrstu leit út ems og argasta öfugmæli, hefir haldið sigurför inn á hvert heimili í landinu, ekki með neinum hávaða né gaura- gangi, heldur hægt og hljóðlega, á sinn hátt ekki ósvipað því, þegar lipur mannshönd leggur fræ í mold á vor- degi, og fræið vex og ber ávöxt. Það er undravert, hverju eitt snjalt orð fæir á orkað, er flýgur mann frá manni. Eg sagði áður, að íslendingar hefðu varla getað trúað því, að þeir hefðu nokkurn rétt til sjálfstæðis. Þeim fanst, mörgum hverjum, að Danir ættu landið okkar og þjóðina með húð og hári. Þeir þektu ekki, eða skildu ekki þau ágætu rök, sem Jón Sigurðsson færði fyrir sínu máli, þegar hann var að he:mta rétt okkar af Dönum. En þegar Matthías sendi okkur kvæðið, sem bvrjar þannig: “Vertu óhrædd, veika þjóð, vörn í þinni sök fram mun færð um síðir með full og heilög rök,” þá skildu allir; þetta gekk í okkur betur en allar lærðar röksemdir. Þeg- ar okkur var sagt það með þessum orðum, þá máttum við til að fara að hugsa um rökin, og gátum ekki annað en verið sammála og trúað. En til þess að segja það svona, þurfti skáld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.