Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 16
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
einn gat það, af því að hann var skáld
og nógu máttugur í orðum.
Og svona er það í öllu. Hvenær, sem
einhver ný og stór hugsun þarf að
komast inn í meðvitund manna, hve-
nær sem einhvern nýstárlegan sann-
leik þarf að boða almenningi, þá verða
skáldin að taka það að sér. Aðrir
geta það vanálega ekki. Þau eru
langbeztu aiþýðukennararnir. sem
heimurinn hefir átt. Þau eru spámenn
þjóðanna.
Fyrir það, að skáldin okkar hafa ort
ættjarðarkvæði, svo innileg og mjúk
og hlý, að hvert barnið lærir þau um
leið og það lærir málið, fyrir það er
einhver snefill af þjóðrækni í okkur
öllum. Við höfum drukk’ð hana inn í
okkur með móðurmjólkinni.
Og fyrir það, að á íslandi hafa ver-
ið menn, sem ritað hafa sögur og ort
kvæði, hvorttveggja af mikilli snild,
fyrir það er nú það furðuverk heims-
ins til, sem heitir íslenzkt þjóðerni.
Þjóðernis-vörn.
En þjóðerni okkar fslendinga er í
hættu statt. Þessi litla þjóð, sem við öll
heyrum til að ætt og uppruna, þarf á
árvekni að halda, ef hún á ekki að
glata sér. Eg tala ekki um ykkur,
Vestur-fslendingar, eingöngu. Eg veit,
að hér hefir lengi verið haldið uppi
drengilegri vörn fyrir þjóðerninu. Á
það þarf ekki að minna ykkur, né á
þá hættu, sem yfir því vofir hér. Þið
sjáið hana full-vel — ef til vill of vel.
Því að sumum vex hún svo í augum,
að þeim virðast allar bjargir bann-
aðar og vilja gefa upp vörnina. En
við íslendingar heima eigum að öllum
líkindum einnig baráttu fyrir hönd-
um. Fram að þessum síðustu tímum
hefir einangrunin hiálpað til að vernda
okkur, og okkar beztu menn hafa í
ró og næði verið að hlúa að öllu þjóð
legu, sem vert þykir að varðveita. En
nú eru sumir hræddir um að friður-
inn sé úti. Einangrunin verndar okkur
ekki lengur. Samgöngur og viðskifti
við aðrar þjóðir aukast hröðum fetum.
Og nágrannaþjóðirnar eru farnar að
gefa Iandinu okkar meiri gaum en áð-
ur. Það hefir aldrei orðið þeim ems
ljóst og nú, hve dýrmætar auðlindir
Island á. Reyndar hefir það verið al-
kunnugt lengi, að sjórinn kringum
landið er gullnáma. En nú eru augun
að opnast fyrir því líka, sem landið
sjálft hefir að geyma. Erlendir auð-
menn líta fossana okkar hýru auga,
og það afl sem í þeim er fólgið, vilja
þeir fegnir fá í sína þjónustu. f því
skyni hafa félög verið mynduð og
telja sig þess albúin að leggja fram fé
til að starfrækja fossa og koma á fót
stónðnaði; þau bíða aðeins eftir að
fá Ieyfi til að taka til starfa. Ef af
þessu yrði, er óhjákvæmilegt að flytja
mikið af erlendum vinnulýð inn í
landið, því verkafólkið er of fátt
handa þeim atvinnuvegum, sem nú eru
stundaðir, auk 'heldur ef í ný stórfyrir-
tæki yrði ráðist. Þá þurfa íslendingar
að vera vakandi svo að útlendingarn-
ir verði þeim ekki ofjarlar og beri ís-
lenzka þjóðernið ofurliði. Og margir
Islendingar austan hafs hafa líka hug
á því að standa á verði. En á hvern
hátt? Með hverjum ráðum verður
þjóðernið varið. Eg þekki ekki nema
eitt ráð, og veit ekki til að nokkrum
manni hafi hugkvæmst neitt annað.
Það er eina ráðið, að efla svo sem
unt er þjóðlega alþýðumentun, leggja
rækt við andlega þjóðarauðinn og