Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 22

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 22
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA fangsefni en Ieikföng, “gamla leggi og völuskrín”; heimurinn verður stærri, færist út fyrir heimilið og sveit- ina, og út fyrir þeirra eigið land. Þau taka stór-stökk, til andlegs þroska- Þau lifa í sögunum, leika þær á dag- inn, og þau dreymir um þær á nótt- unni. Þá fyrst fara þau að skilja eitt- hvað í lífinu, fá hugmynd um ýmsar dygðir, svo sem drengskap og sóma- tilfinningu, sannleiksást og trygð. Og þá fyrst fara þau að læra málið til fullnustu. Áður hafa þau oft ekki þekt nema baðstofuhjal og eldhús- mælgi, en við sögulesturinn fá þau smekk fyrir réttu máli, skýru og kjarn- miklu. — Fornsögulesturinn hefir langtum meiri mentandi áhrif, en margur hyggur. Og því miður er um of slegið slöku við hann á Islandi. Það er svo margur, sem skilur það ekki, að þessar gömlu skruddur geti haft nokk- urt gildi fyrir nútíðarlífið. Og þó er það svo- Þær eru sígild (klassisk) rit. Þær missa aldrei gildi sitt, hvað gamlar sem þær verða, af því að þær eru skrifaðar af viti og snild. Hvort sem þær segja okkur æfisögur kon- unga eða kotunga, þá gera þær það á þann hátt, að við skiljum mennina, hvatir þeirra og ástríður, skiljum til- drögin að ölum atburðum æfi þeirra, og finnum til með þeim. Með því að segja frá einu stuttu svari, sem ein- hverjum hafi orðið á munni, er okkur oft sýnt svo djúpt inn í huga hans, að við gétum ekki gleymt því, og þekkj- um manninn upp frá því- En ekkert er eins mentandi og þekkja og skilja sálarlíf mannanna; og það er alveg sama, hvort maðurinn hefir lifað fyr- ir 1000 árum eða í gær. Sögurnar okkar eru fullar af slíkum mannlýsing- um, sem aldrei fyrnast. — Og eitt hafa þær fram yfir mörg þau listaverk, sem skráð eru nú á dögum. 1 Þær eru svo ljósar og einfaldar, að þær eru við al- þýðu hæfi og meira að segja margt í þeim við barna hæfi. I sveitunum heima byrjum við oft að lesa Njálu fyrir börnin, þegar þau eru 6—8 ára. Hann var ekki nema 6 ára, drengurinn, sem sagði við mig á fyrsta ári styrjaldarinnar miklu: “Nú ætti Gunnar á Hlíðarenda að vera á lífi; þá skyldum við senda hann til að skakka leikinn”, og lét á sér heyra, að ekki myndi mikið verða úr Vilhjálmi keisara eða Hindenburg, ef þeir mættu Gunnari með atgeirinn á lofti. Auð- vitað var ekki mikið vit í að segja þetta, og ekki í frásögur færandi; en mér þótti samt vænt um það. Mér fanst hann ekki ólíklegur til þess, þessi hnokki, að vilja einhverntíma leggja lið góðu máli, úr því að hann, 6 ára gamall, gat ekki til þess hugsað, að sitja hjá hlutlaus, þegar stórþjóðirnar voru að berjast. Og mér fanst ekki ólíklegt, að hann mundi síðar, þegar honum yxi fiskur um hrygg, finna kraftinn í sjálfum sér til einhverra drengilegra verka, einmitt fyrir það, að læra svona ungur að elska íslenzku hetjurnar og dást að hreysti þeirra og drengskap, og vita um leið, að hann var sjálfur afkomandi þeirra- Það er ekki lítils virði, að ungir menn heyri eitthvað, sem hrífur hug- ann og lyftir honum, eitthvað, sem vekur hjá þeim ást til þess, sem er stórt og göfugt. Geta mámærri, hver vörn það er móti ýmsu af verra tagi, sem annars myndi læðast inn í hugann á þeim árum. Roosevelt, Bandaríkjaforseti, gat
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.