Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 40
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mig á Helgafell í Þórsnesi, þar sem
Þórólfur nam Iand, bæði að stœrð og
lögun. |Mér flaug þegar í hug: Þarna
hefir Þórólfur búið. Skyldi ekki Þór-
ólfur líka hafa þózt kannast við svip-
inn, er hann sigldi inn Breiðafjörð og
sá nesið og fellið? Skyldi hann ekki
hafa minst þá eyjarinnar sinnar og
fellsins heima þar, og því gefið fell-
inu nafnið Helgafell og tekið svo miklu
ástfóstri við það, að hann gerði það
að helgum griðastað og kvað á, að
þangað mætti enginn óþveginn augum
líta. Það gæti þá mmt mann á Dan-
íel spámann í Babýlon, sem jafnan
gerði þar 'bæn sína við iþann glugga
á húsi sínu, er vissi að Jerúsalem,
heimkynninu forna. Ef þessa væri rétt
til getið, þá eruþessir menn ekki rækt-
arlausir synir, er hlaupa að heiman af
léttúð og lausung. Þeir þurfa iþá ekki
að sækja úrættis Norðmenn nú á tím-
um ástina til áttíhaga sinna og að
þykja Norvegur fegursta landið í
heimi- Og óþarft finst mér þá, eins og
margir gera, að rengja það, að Gunn-
ar hafi átt bágt með að skilja v:ð hlíð.
ina sína, af því hvað honum fanst hún
fögur og þótti vænt 'um hana. Þeir
vissu það þessir menn engu síður en
við nú, hversu “römm er sú taug, sem
rekka dregur föðurtúna til”. Þessar
sögur sýna um leið glögt og einkenni-
lega hvernig þessir menn leggja sína
áttihagaást við landnám sitt hér. Það
verður þeim engu miður heilagt, og
er þess víða getið, að þeir leggi helgi
og átrúnað á steina, fell o. fl. Alt var
þetta líka bygt af landvættum, mátt-
ugum, sem betra var að hafa með sér
en móti. Landvættirnar eru í þjóð-
trúnni dularfullar kynjaverur, sem
hyggja holt og hæðir, jafnvel víkur og
voga, vötn og fossa. Þær eru eins
og sál landsins og ímynd þess, harð-
fengar og stórgerðar, kunna illa dáð-
leysi og örkvisaskap, en eru aftur
tryggar og vinir vina sinna, þar sem
dugur er og drengskapur í móti. Sumar
landvættasögurnar eru eins og skáld-
leg útmálun þjóðtrúarinnar á því,
hvernig ástir takast og trygðir festast,
hvernig landið svipmikla og harða
fagnar þessum nýkomnu hugprúðu
görpum og hugir þeirra laðast að því
aftur á móti- Andi lands og þjóðar
rennur saman. Þjóðin festir rætur í
landinu og það mótar hana eftir sér.
Þegar Moldagnúpur sezt að í Grinda-
vík með sonum sínum, eru þeir fén-
aðarfáir. Þá dreymir Björn son hans
að bergbúi kemur til hans og býður
að gera félag við hann. Það þyggur
Björn. Ef'tir það kom hafur til geita
hans, og gerðist af því svo mikil fjölg-
un, að Björn varð vellauðtigur og
kállaður Hafur-Björn. “Þat sáu ó-
freskir menn, at landvættir allar
fylgdu honum til þinga, en bræðrum
hans til veiðar ok fiski”. Þeir feðgar
höfðu áður numið land í Álftaveri, en
flúið þaðan undan jarðeldi. Þeir eru
hinir fyrstu, sem flúið hafa undan
Skaftáreldi, og urðu hart úti. Það var
því einkar fallegt af landvættunum í
Grindavík, að taka svona vei á mótí
þeim. Og þá sýndu þessar landvættir
heldur en ekki rögg af sér, þegar Har
aldur Gormsson Danakonungur ætlaðí
að fara herferð hingað, til að
hefna fyrir níðvísur, er Islendingar
höfðu gert um hann í ihefndarskyní
fyrir ójöfnuð við íslenzka farmenn.
Haraldur sendi fyrst galdramann í
hamförum til að njósna um landið, en
hann kunni iítt frá tíðindum að segja,