Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Qupperneq 58
56
TÍMARIT PJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
hann hefir þekt og unnað, en man
ekki, hvar og hvenær.”
“Ef til vill móðir þín og systir,”
sagði eg.
“Eða móðir mín og unnusta mín,”
sagði herra Carson. En myndirnar
skýrast ekki, hvernig sem eg fer að;
þær eru altaf í móðu, eða eins og eg
sjái þær í gegnum þunna blæju; og
mér finst að alt muni skýrast, og að
eg muni kannast við alt, ef.þessi móða
liði burtu og blæjan væri dregin frá.
— Eg hefi lagt fram alla mína sálar-
krafta margar klukkustundir í senn,
dag eftir dag og nótt eftir nótt, nú í
næstum tuttugu og fimm ár, til þess
að reyna að leysa þessa ráðgátu, en
alveg árangurslaust. Myndirnar skýr-
ast ekki, og innri maður minn er að
missa krafta smátt og smátt.”
Merra Carson settist gagnvart mér,
og eg sá að sviti hafði sprottið út á
enni hans.
“Nú skal eg segja bér, til hvers eg
eig.nlega vildi fá þig hingað til mín,”
sagði hann oítir að hafa horft á mig
nokkur autmablik. “Mig langar sem
sé til að biðia þig, að láta jmig heyra
eitthvað á ísíenzku: Kvæði eða sögu,
eða sá!m, eða eitthvað; það gerir lít-
ið til, hvað það er. bara að það sé ís-
íenzka — rétt til að vita. hvort eg
kannast ekki við eitthvað, ef ske
kvnm, að orð eða setning gæti brugð-
ið ljósi yfir mvndirnar mínar — svo
minnið vaknaði. og eg gæti komist
he'm heill á hufi.”
“Iá velkomið!” sabði eg.
“Gerðu þá svo vel að byrja nú
strax.” Og herra Carson kveykti í
öðrum vindli og hallaði sér aftur á
bak í stclnum.
Eg tók nú til máls á íslenzku og tal-
aði eins skýrt og skilmerkilega og eg
gat. Fór með alt, sem eg kunni utan-
bókar af því, sem unglingar á íslandi
alment lærðu, þegar eg var að alast
upp. Eg fcr með vögguljóð, þulur,
gátur, kvöldljcð, morgunljóð, sálma
og bænir; eg þuldi nöfn á öllum hugs-
anlegum hlutum og dýrum og fuglum,
bæjum og sveitum, ám og fjöllum,
fjörðum og ann-nesjum, mönnum og
konum. Og eg fór svo langt, að eg
kvað við raust nokkrar vísur undir
miomunandi bragarháttum. En alt
kom það fyrir ekki. Herra Carson
virtist ekki skilja eitt einasta orð í ís-
lenzku. Hann sat og reykti, hvern
vindilinn á fætur öðrum, 03 tók aldrei
fram í fyrir mér, fyr en klukkan sló
tc-lf um nótt na. Þá bað hann mig að
fyrirgefa, að hann yrði að fara frá
mér. Bauð hann mér því næst góða
nótt og gékk inn í næsta herbergi.
Næsta morgun, þegar eg var ferð-
búinn, kom herra Carson til mín og
fylgdi mér fram á veginn. Þar lcvaddi
hann mig alúðlega, þakkaði mér fyrir
að heimsækja sig, rétti mér dálítinu
hlut, sem bréfi var vafið um, og bað
mig að þiggja hann sem litla vinar-
gjöf. Það var gullkúla á stærð við
andar-egg. Og þá eg það með þökk-
um.
Dominík fylsdi mér alla leið til Ash-
croft. Og hefi eg aldrei síðan séð
hann né húsbónda hans.