Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 61
STEFNUR OG STRAUMAR 59 áttunni við Dani hvað föst og ákveðin flokkaskipun var í iþjóðróttindamál- inu. En veikjandi áhrif hafði það á framkvæmdir í innlendum málum. All- ur áhugi hinna leiðandi manna snerist mest um stjórnarbótamálið. Nokkur hluti þjóðarinnar, var farinn að þreyt- ast í stjórnarskrárbaráttunni, fanst of miklu afli eytt í hana, og oflitlu í fram- kvæmdir innanlands, og heyrðist oft á þeim árum talað um “visnunar póli- tík”, alt lenti í að rífast um þetta “stjórnarskrármál”; var það einkum meðan Nellemann sat að völdum í Danmörlku og beitti hlífðarlítið valdi sínu til að synja lögum þeim staðfest- ingar -er Alþingi hafði samþykt, enda var það skoðun margra að þessi harð- ráði og stjórnkæni þjóðmálamaður Dana 'hefði beitt lagasynjunum, til þess að þreyta íslenzku þjóðina í stjórnarbaráttunni, fremur en af því hann áliti hættu stafa af ýmsum þeim lögum er hann synjaði staðfestingar, og sumum fanst hann stundum stað- festa lög sem voru almenningi til ó- gagns, og heftu frelsi manna, eins og margir litu þá á í hverju frelsi væri fólgið. T. d. man eg glögt hve marg- n álitu það ófrelsi er þingið samþykti og Nellemann staðfesti lögin um frið- un fugla og hreindýra. Fjöldi manna kunni ekki að meta tilgang slíkra laga. Var það eflaust mælt fyrir munn margra, er ,Páll Ólafsson kvað í kýmn- iskvæði um íslenzka stjórnmálastarf- semi: “Löggjafir sem færa fjær frelsi og matbjörg aumingjans; Aldrei vantar undir þær undirskriftir Nellemanns.” En sem betur fór hélt víðsýnari hluti þjóðarinnar altaf stefnunni í þjóðrétt- indamálinu og fylgdi trúlega hinu síð- asta ráði síns ástsæla leiðtoga, Jóns Sigurðssonar, er hann gaf íslenzku þjóðinni um leið og hann kvaddi hana í síðásta sinn: “Að halda horfi með- an rétt stefnir”. Og eftir því sem inn- anlandsframkvæmdir fóru vaxandi, og ýms lög, sem studdu að þeim, voru samþykt af þinginu, þá þögnuðu þess- ar raddir um “visnunar pólitík”; og eftir því sem þroskinn fór vaxandi í innanlandsframkvæmdum, jókst að sama skapi áhugi hjá þjóðinni að keppa að því, að verða frjáls þjóð. Eft’r að stjórnin færðist inn í land- ið 1904, þá hélzt flokkaskiftingin enn hin sama. En nú var það ekki ein- ungis umbætur á stjórnarskránni um hin sérstöku mál íslands, sem um var barist, þá var það ríkisréttarlegt sam- band Islands og Danmerkur, sem var þrætueplið, sem endaði með því, að Danir viðurkendu ísland sem fullvalda ríki með sambands'lögunum 1. des 1918. Á þessu tímabili var háð með miklum hita baráttan fyrir frelsi Is- lands og lausn þess frá því að vera “óaðskiljanlegur hluti Danaveldis”, og þótt mörg og stór innanlandsmál væru þá til umræðu og úrslita, þá var það sambandsmáhð, sem réði í kosnmgum og flokkaskipun. Á því tímabili kom- ust í framkvæmd mörg þýðingarmikil hagsmunamál, svo sem ritsíma- og tal- símalagningin, aukin pemngavelta í landinu, fyrir aflmeira banka-fyrir- komulag. Jókst á þeim árum að mikl- um mun þjóðarauður Islendinga, og annar atvinnuvegur þjóðarinnar, sjáv- arútvegurinn, tók þá svo miklum fram- förum, að hann þolir samanburð og samkepni við samkyns atvinnuvegi annara þjóða. Og við þessa efnalegu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.