Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 61
STEFNUR OG STRAUMAR
59
áttunni við Dani hvað föst og ákveðin
flokkaskipun var í iþjóðróttindamál-
inu. En veikjandi áhrif hafði það á
framkvæmdir í innlendum málum. All-
ur áhugi hinna leiðandi manna snerist
mest um stjórnarbótamálið. Nokkur
hluti þjóðarinnar, var farinn að þreyt-
ast í stjórnarskrárbaráttunni, fanst of
miklu afli eytt í hana, og oflitlu í fram-
kvæmdir innanlands, og heyrðist oft
á þeim árum talað um “visnunar póli-
tík”, alt lenti í að rífast um þetta
“stjórnarskrármál”; var það einkum
meðan Nellemann sat að völdum í
Danmörlku og beitti hlífðarlítið valdi
sínu til að synja lögum þeim staðfest-
ingar -er Alþingi hafði samþykt, enda
var það skoðun margra að þessi harð-
ráði og stjórnkæni þjóðmálamaður
Dana 'hefði beitt lagasynjunum, til
þess að þreyta íslenzku þjóðina í
stjórnarbaráttunni, fremur en af því
hann áliti hættu stafa af ýmsum þeim
lögum er hann synjaði staðfestingar,
og sumum fanst hann stundum stað-
festa lög sem voru almenningi til ó-
gagns, og heftu frelsi manna, eins og
margir litu þá á í hverju frelsi væri
fólgið. T. d. man eg glögt hve marg-
n álitu það ófrelsi er þingið samþykti
og Nellemann staðfesti lögin um frið-
un fugla og hreindýra. Fjöldi manna
kunni ekki að meta tilgang slíkra laga.
Var það eflaust mælt fyrir munn
margra, er ,Páll Ólafsson kvað í kýmn-
iskvæði um íslenzka stjórnmálastarf-
semi:
“Löggjafir sem færa fjær
frelsi og matbjörg aumingjans;
Aldrei vantar undir þær
undirskriftir Nellemanns.”
En sem betur fór hélt víðsýnari hluti
þjóðarinnar altaf stefnunni í þjóðrétt-
indamálinu og fylgdi trúlega hinu síð-
asta ráði síns ástsæla leiðtoga, Jóns
Sigurðssonar, er hann gaf íslenzku
þjóðinni um leið og hann kvaddi hana
í síðásta sinn: “Að halda horfi með-
an rétt stefnir”. Og eftir því sem inn-
anlandsframkvæmdir fóru vaxandi, og
ýms lög, sem studdu að þeim, voru
samþykt af þinginu, þá þögnuðu þess-
ar raddir um “visnunar pólitík”; og
eftir því sem þroskinn fór vaxandi í
innanlandsframkvæmdum, jókst að
sama skapi áhugi hjá þjóðinni að
keppa að því, að verða frjáls þjóð.
Eft’r að stjórnin færðist inn í land-
ið 1904, þá hélzt flokkaskiftingin enn
hin sama. En nú var það ekki ein-
ungis umbætur á stjórnarskránni um
hin sérstöku mál íslands, sem um var
barist, þá var það ríkisréttarlegt sam-
band Islands og Danmerkur, sem var
þrætueplið, sem endaði með því, að
Danir viðurkendu ísland sem fullvalda
ríki með sambands'lögunum 1. des
1918. Á þessu tímabili var háð með
miklum hita baráttan fyrir frelsi Is-
lands og lausn þess frá því að vera
“óaðskiljanlegur hluti Danaveldis”, og
þótt mörg og stór innanlandsmál væru
þá til umræðu og úrslita, þá var það
sambandsmáhð, sem réði í kosnmgum
og flokkaskipun. Á því tímabili kom-
ust í framkvæmd mörg þýðingarmikil
hagsmunamál, svo sem ritsíma- og tal-
símalagningin, aukin pemngavelta í
landinu, fyrir aflmeira banka-fyrir-
komulag. Jókst á þeim árum að mikl-
um mun þjóðarauður Islendinga, og
annar atvinnuvegur þjóðarinnar, sjáv-
arútvegurinn, tók þá svo miklum fram-
förum, að hann þolir samanburð og
samkepni við samkyns atvinnuvegi
annara þjóða. Og við þessa efnalegu