Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 62
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLAGvS ÍSLENDINGA
og verklegu framför jókst þjóðinni
sjálfstraust og afl til að fylgja fram
þjóðréttindamáli sínu, og vinna sigur
í því.
En svo var flokksfestan í baráttunni
við Dani orðin rótgróin í meðvitund
þjóðarinnar, að þegar stjórnfrelsis-
baráttunni er nú lokið, þá haldast enn
við 'sömu flokksnöfnin, og ráða úrslit-
um í kosningum víðast, þótt þessir
flokkar væru aðallega grundvallaðir á
baráttunni við danska valdið um rétt
Islands til að verða fullráðandi allra
sinna mála, og sem var á enda kljáð
um sinn með Sambandslögunum 1. des.
1918. Bæði í aðalkosningunum, sem
fóru fram eftir að sambandslögin
komust í gildi, og aukakosningunni í
Reykjavík í vetur sem leið, þegar
fjölgað var þar þingmönnum, var
kosningastríðið háð undir nafni hinna
gömlu stjórnarbaráttuflckka, Heima-
Langsum- og Þversumflokks, sem var
reykvíkst uopnefni á tveimur greinum
sjálfstæðisflokksms, er hann klofnaði
um fylgi við Einar Arnórsson ráð-
herra. Þetta er stjórnmálalegur rugl-
ingur, að byggja flokkask'pun á fram-
kvæmdum í máli, sem nú er úr sög-
unni. Flokksskipun þarf að vera
grundvöiluð á því máli, eða þeim mál-
um, sem eru “brennandi spursmál” hiá
þjóðinni á yfirstandandi tíma; þau ein
mál geta áunnið sér svo mik'ð fylgi hjá
þjóðinni, að hægt er að nota þau sein
grundvöll undir staðgóða og holla
flokkaskipun. Nú er ekki verið að
berjast fyrir auknum ríkisrétti fslands
út á við, um þann tíma, er sambands-
lögin hafa ákveðið g’ldi. Og vonandi
verður það ekki flokksmál, heldur
allsherjarmál allra flokka, að gæta
þess, að ekki sé skerður sá réttur, er
sambandslögin veita íslendingum
gagnvart erlendu valdi.
Nú er baráttan um það, á hvern hátt
þjóðin geti náð sem fylstum þroska
og orðið sjálfstæð og framkvæmdar-
söm þjóð f viðskiftamálum, fjármál-
um og atvinnumálum. Það hlutverk,
sem nú liggur fyrir íslenzku þjóðinni,
er enginn barnaleikur, nú á þessum
tímum, þegar afleiðingar heimsstyrj-
aldarinnar miklu hafa gripið heiminn
þeim heljartökum, að gömul og rót-
gróin sjálfstjórnarríki hafa fult í
fangi með að halda sjálfstæði sínu í
fjármálum, viðskiftamálum og at-
vinnurekstri. Það er eflaust mikill
meiri hluti íslenzku þjóðarinnar, hvaða
flokki sem hann tilheyrir, sem finnur
það, að íslenzka þjóð'n þarf, um leið
og hún er ríkisréttarlega sjálfstæð þjóð
að byria framfarabaráttu sína eins og
ný þjóð; og sú hugsun þarf að rót-
festast hjá hverjum einstak'lingi þjóð-
arinnar, því löggjöf og stjórnarfram-
kvæmdir og einstaklingsframkvæmd-
ir, þarf alt að vera í samvinnu, er lyfta
skal þjóðinni á hærra stig á öllum svið-
um þjóðlífsins. Islenzka þjóðin þarf
að breyta búnaðarháttum, viðskiftalífi
og fjármálastefnu í þá átt, að þjóðrn
geti hagnýtt sér sem bezt öll gæði
lands og lagar. Hún þarf að koma á
betri jarðrækt með nýtízlkuverkfær-
um, að dæmi annara þjóða, sem hún
þarf að keppa við á he’msmarkaðin-
um um sölu afurðanna. Hún þarf að
kaúpa sem flestar vörur í þeim lönd-
um, þar sem varan er framleidd, til
þess að það renni í vasa þjóðarinnar
sá gróði, sem erlendir gróðabralls-
mena hafa notað sér, þannig, að kaupa
þessar vörur þar, sem þær eru fram-
leíddar og selja Islendingum þær aftur