Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 62
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLAGvS ÍSLENDINGA og verklegu framför jókst þjóðinni sjálfstraust og afl til að fylgja fram þjóðréttindamáli sínu, og vinna sigur í því. En svo var flokksfestan í baráttunni við Dani orðin rótgróin í meðvitund þjóðarinnar, að þegar stjórnfrelsis- baráttunni er nú lokið, þá haldast enn við 'sömu flokksnöfnin, og ráða úrslit- um í kosningum víðast, þótt þessir flokkar væru aðallega grundvallaðir á baráttunni við danska valdið um rétt Islands til að verða fullráðandi allra sinna mála, og sem var á enda kljáð um sinn með Sambandslögunum 1. des. 1918. Bæði í aðalkosningunum, sem fóru fram eftir að sambandslögin komust í gildi, og aukakosningunni í Reykjavík í vetur sem leið, þegar fjölgað var þar þingmönnum, var kosningastríðið háð undir nafni hinna gömlu stjórnarbaráttuflckka, Heima- Langsum- og Þversumflokks, sem var reykvíkst uopnefni á tveimur greinum sjálfstæðisflokksms, er hann klofnaði um fylgi við Einar Arnórsson ráð- herra. Þetta er stjórnmálalegur rugl- ingur, að byggja flokkask'pun á fram- kvæmdum í máli, sem nú er úr sög- unni. Flokksskipun þarf að vera grundvöiluð á því máli, eða þeim mál- um, sem eru “brennandi spursmál” hiá þjóðinni á yfirstandandi tíma; þau ein mál geta áunnið sér svo mik'ð fylgi hjá þjóðinni, að hægt er að nota þau sein grundvöll undir staðgóða og holla flokkaskipun. Nú er ekki verið að berjast fyrir auknum ríkisrétti fslands út á við, um þann tíma, er sambands- lögin hafa ákveðið g’ldi. Og vonandi verður það ekki flokksmál, heldur allsherjarmál allra flokka, að gæta þess, að ekki sé skerður sá réttur, er sambandslögin veita íslendingum gagnvart erlendu valdi. Nú er baráttan um það, á hvern hátt þjóðin geti náð sem fylstum þroska og orðið sjálfstæð og framkvæmdar- söm þjóð f viðskiftamálum, fjármál- um og atvinnumálum. Það hlutverk, sem nú liggur fyrir íslenzku þjóðinni, er enginn barnaleikur, nú á þessum tímum, þegar afleiðingar heimsstyrj- aldarinnar miklu hafa gripið heiminn þeim heljartökum, að gömul og rót- gróin sjálfstjórnarríki hafa fult í fangi með að halda sjálfstæði sínu í fjármálum, viðskiftamálum og at- vinnurekstri. Það er eflaust mikill meiri hluti íslenzku þjóðarinnar, hvaða flokki sem hann tilheyrir, sem finnur það, að íslenzka þjóð'n þarf, um leið og hún er ríkisréttarlega sjálfstæð þjóð að byria framfarabaráttu sína eins og ný þjóð; og sú hugsun þarf að rót- festast hjá hverjum einstak'lingi þjóð- arinnar, því löggjöf og stjórnarfram- kvæmdir og einstaklingsframkvæmd- ir, þarf alt að vera í samvinnu, er lyfta skal þjóðinni á hærra stig á öllum svið- um þjóðlífsins. Islenzka þjóðin þarf að breyta búnaðarháttum, viðskiftalífi og fjármálastefnu í þá átt, að þjóðrn geti hagnýtt sér sem bezt öll gæði lands og lagar. Hún þarf að koma á betri jarðrækt með nýtízlkuverkfær- um, að dæmi annara þjóða, sem hún þarf að keppa við á he’msmarkaðin- um um sölu afurðanna. Hún þarf að kaúpa sem flestar vörur í þeim lönd- um, þar sem varan er framleidd, til þess að það renni í vasa þjóðarinnar sá gróði, sem erlendir gróðabralls- mena hafa notað sér, þannig, að kaupa þessar vörur þar, sem þær eru fram- leíddar og selja Islendingum þær aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.