Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 132 starfsviði, til eflingar atvinnuvegum? A að koma þeim bönkum, sem stofn- aðir eru (íslandsbanka) og stofnaðir verða, undir yfirráð þjóðarinnar, svo þeir verði eign hennar, til að vernda þjóðina frá því að verða leiksoppur í hendi er'Iendra gróðábrallsmanna? Enn má telja skólamálin. Hvert á að stefna í alþýðumentun ? Á að styðja með landsfé alþýðuskóla í sveitum, sem veiti þroskuðum ungling- um meiri mentun, eftir að þeir hafa lokið námi við barnaskóla? Eða á enginn milliliður að vera mil’li barna- skóla og hinna hærri skóla, sem eiga að búa nemendur undir ákveðið lífs- starf (kennara, presta, lögfræðinga, lækna) ? Þetta mál mun í framtíð- inni verða allmikið kappsmál, og deildar skoðanir um það. Alþýðu- mentunarmálið er nú töluvert áhuga- mál allra þjóða. Það eins og liggur í loftinu, þó að tiltölulega fárir kveði það upp, að holl og gagnger mentun alþýðunnar sé það, sem skapi lífsafl og framkvæmdaþrótt þjóðanna fult eins mikið og stjórnarfarið. Öll þessi mál eru nú á dagskrá ís- lenzku þjóðarinnar, og fela í sér ærið efni til að verða að kappsmálum. En þó er það ætlun þess, er þetta ritar, að ekkert af þessum málum verði var- anlegur grundvöllur undir llokkaskip- un í íslenzkum stjórnmálum framveg- is; iheldur það, hvort eigi að ráða í íslenzkri löggjöf og stjórnarfram- Evæmdum: Samkepnisstefnan eða samvinnu- og sameignarstefnan. Eftir blaðafréttum að heiman sýn- ast þessir tveir straumar að vera isterkastir í íslenzku stjórnmálalífi og viðskifta- og peningamálum. Og þess- ar stefnur hafa þegar sagt hvor annari stríð á hendur í löggjafarmálum, blaðamensku og viðskiftalífi. Og eg hygg, að þær stefnur ráði mestu í stjórnmálalífi þjóðarinnar, og um það verði barist, hvort hollara sé til þjóð- þrifa, að engar hömlur séu lagðar á það, hvaða meðölum einstakir menn beiti til að afla sér fjár, því undir því sé þjóðafheillin komin, að sem flestir atorkumenn hafi sem mest fé undir höndum til að hrinda áfram stór- fyrirtækjum, sem auki þjóðarauðinn, þó mikill hluti lýðsins geti engu fé safnað, eða lifi ef til vill við örbirgð; eða iþá, að löggjöfin stefni að því og stjórnarframkvæmdir allar, að all- ur arður af viðskiftum og vinnu skift- ist sem jafnast milli ailra og allir hafi sem mest jafnrétti um atvinnu, kaup og öll lífsþægindi. Kenningin um ágæti samkepnis- stefnunnar er upp runnin á Englandi og kend við hagfræðinginn Adam Smith. Hún hefir um langt skeið verið ríkjandi á Norður- og Vestur- löndum og verið ráðandi aflið í stjórn- málum og atvinnurekstri og hrundið af stað mörgum risavöxnum fyrir- tækjum, sem aukið hafa auðmagn þjóðanna. Hún er því víðast rótgró- ín í þjóðlífinu, og erfitt að koma því út úr huga þjóðanna, að hún sé óho'Il til þjóðframfara. Hin stefnan, sam- vinnu- og sameignarstefnan, mun líka fyrst hafa komið fram á Englandi, og er nú orðin að sterku afli þar í þjóð- lífinu; og þaðan hefir hún dreifst til Norðudanda og Ameríku, og fest víða djúpar rætur, og getur víða bent á hollan gróður, er sprottið Ihefir af fræj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.