Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 97
Þ J ÓÐRÆKNISSAMTÖTÍ
um og ihvatti til inngöngu í félagið.
“Um 30 manns gengu í félag/ð, en
flest voru iþað konur, aðeins 7 karl-
menn”. Uim áttatíu munu hafa staðið
í félaginu, þegar flest var. Þótt hreyf-
ing þessi væri ekki fjölmenn, kom hún
þó furðanlega miklu til Ieiðar. Að
dæmi Winnipeg fóru bygðarlög íslend-
inga á öðrum stöðuim. Þannig komst
á fót öflugt bindindisfélag í Dakota-
nýlendunni árið 1886, er nefndi sig
“Stjarnan”, og um Argylébygð er þess
getið, að við loík aprflmánaðar 1887
hafi 101 í austurhluta nýlendunnar af
143 nýlendumönnum, verið gengnir í
bindmdi.2) Samskonar bindindisfélög
munu hafa risið upp víðar. Áhugi
fyrir máli þessu imiun að milklu leyti
hafa stafað frá séra Jóni. Brýndi hann
fyrir söfnuðum hins nýstofnaða kirk.ju-
félags, á kirkjuiþingum 1886, 1887 og
1888, að hlynna að hreýfingu þessari,
er hann áleit að standa ætti í nánu
sambandi við 'hina almennu safnaðar-
starfsemi. Þá birti hann og langa rit-
gerð uim þetta sama efm í nóvember-
blaði “Sameiningarinnar 1886 (Sam.
I. ár. nr. 9.) En svo fór, að eigi urðu
bindindisfélög þessi langlíf. Er frá
leið, dofnaði fundarsókn og með henni
öll starfsemi út á við. Tö'Idu þá og
sumir, að félagsskapur þessi væri of
tengdur trúboðsstarfi Kirkjufélagsins,
en aillmikill trúmála-ágreiningur fór þá
úr þessu að gera vart við sig, og á-
gerðist, eftir því isiem fram í sótti. Á
honum kloifnaði Hið íslenzka kvenfé-
lag, er máli þessu hafði hrundið alf
stað, og á honum strandaði Bindindis-
félagið, er þó mun hafa staðið uppi
ofan að árinu 1889.
Með þessu eyddist þó eigi bindind-
ishreyfingin, heldur reis hún upp í nýrri
mynd. Góðtemplarareglan hafði þá
rutt sér til rúms á íslandi. Rétt upp úr
nýári (10. jan.) 1884 -Var þar stofnuð
fyrsta Góðtemplarastúkan, á Akureyri,
og nelfndist hún “Fjali'konan”.")
Reis svo upp ein stúkan af annari, svo
reglan breiddist skjótt út um land alt,
unz að hinn 24. júní 1886, að stofnuð
var stórstúka.
Meðal þeirra manna, er vestur fluttu
1886—7, voru nökkrir, er kynst
höfðu Góðtemplarareglunni á íslandi
og unnið að útbreiðslu hennar. Með
því að bindindisfélögin, er þegar höfðu
\'er;ð st-ofnuð, virtulst eigi ætla að ná
þeim þroska, er menn höfðu gert sér
vonir um, kom þessum mönnum í -hug,
að reynandi væri að stoína Góðtempl-
arastúku. Sá, er fyrstur vakti mláls á
þess-u, er talinn að hafa verið Sigurður
Andrésson, bróðir Jóns skólastjóra
Hjaltalíns; hann var þá nýkominn
vestur. Var Sigurður einn af forvígis-
mönnuim bindindismiálsins á ísafirði og
meðal þeirra er stofnuðu þ-ar stúku
1884. Kom hann því til leiðar, að
fundur var haldinn suimarið 1887, að
heimili Einars Sæmundsens, er þ-á bjó í
Winnipeg, tengdabróður Meistara
Eiríks Magnússonar í Cambridge, til
þess að ræða um stofnun Góðtempl-
arastúku meðal íslendinga. Fékk þetta
góðan byr meða'I fundar manna, o-g
-bundust fyrir máli þessu, auk hinna
áðurnefndu: þeir Guðmundur Jón-s-
son, Árnasonar frá Máná á Tjörnesi, er
fyrstur íslendinga vestan hafs hafði
gerst Góðtempllari og heyrði til enskri
2) Sbr. “Sam.” II. ár, nr. 4, bls. 64.
3) Sbr. Minningarrit G.-Templ. 1884—•