Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 104
102
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNLSFÍLAG'S ÍSLENDINGA
að aldri og heilsan tökin að bila. Sneri
hann sér því aðallega að safnaðar-
myndun í Winnipeg. Arin 1887—’91
héldur hann uppi fyrirlestrasamkom-
um, þýðir 'og gefur út þrjú rit eftir
Kristofer Janson (“Mótsagnir Orþó-
doxíunnar’, “Guð Gyðinga og Guð
kristinna manna”, Wpg. 1887; “Um
þrenningariaérdóminn”, Wpg. 1889)
og eitt éftir am-eríska guðfræðinginn
Dr' Minot J. Savage “Katekismus 0'n-
ítara”, Wpg. 1891). Söfnuð sto'fnaði
hann svio 1. febr. 1891, er nefndist
“ffinn fyrsti ísienzlki Onítarasöifnuður í
Winnipeg”. Stofnendur voru rúmt 40
manns- Þeir sem aðallega gengust fyr-
ír safnaðarmyndanmm, voru Eiríkur
Gíslason frá Egilsstöðum á Völlum í
Suður-Múlasýslu, Benedikt Pétursson
úr Þingeyjarsýslu, Jón Erlendsson El-
don, Einar ÓHafsson frá Firði í Mjóa-
firði, Níels M. Lambertsen læknir,
Friðrik Sveinsision fóstursonur Ólaifs
Ólaifssonar frá Espihóli en bróðir Jóns
prests Sveinssonar í Danmörku, Krist-
mundur Sæmundsson, Guðmundur
Björnsson Árnasonar, Eyjólfur Eyjólfs-
son, Guðrún Friðriksdóttir, ættuð af
ísafirði, Ólöf Björnsdóttir Halldórs-
sonar frá Olfsstöðum, Signý Pálsdótt-
ir, kona Eyjólfs, Anna Eyjólfsdóttir frá
Hlíðarseli í Hróarstungu og Snjólfur
Jóhannsson Austmann. Fleiri mætti
telja, er þátt áttu í safnaðarmyndun
þessari, en gengu inn síðar, sVo sem
Jón ritstj. Ólafsson, , Sigurður Þórðar-
son Jónassen frá Rvík, þá bræður
Magnús og Stefán Péturssyni, Björns-
sonar frá Leifsstöðum í Bólstaðahlíð-
arsókn í Húnalþingi o. fl. Söfnuð-
urinn vistaði Björn Pétursson til sín
sem prest, og voru nnteissur haldnar
fyrstu árin í saimlkomuhúsi, er nefndist
Assiniboine Hall. Kirlkju kom söfnuð-
urinn sér upp haustið 1891, og var
fyrst méssað í henni á jóladag þá um
veturinn' Haustið 1893, hinn 25-
sept, andaðisit Björn og var greftrað-
ur að Mountam ikirkju í Dakota. Síð-
ari kona hans, er hét Jennie Elizabetb
McCaine og ættuð frá Francestown í
New Hampshire ríki í Bandaríkjunum,
hélt þ-á uppi messum um hríð, en flutti
því næ-st bur'tu til átthaganna vorið
1894 og andaðist þar 18. marz 1918,
áttatíu ára gömul.11) Flutti Jón ÓI-
afsson þá ífyririestra um tíma í kirkj-
unni þangað til að séra Magnús J.
Skaptason var kallaður til safnaðarins
1 • ágúsít 1894. Sumarið 1899 flytur
séra Magnús alfari frá Winnipeg til ís-
lenzkrar nýbygðar í norðvesturhluta
Minnesotaríkis, er Ikend er við fljót er
Roseau heiitir og nefnd Roseau-ný-
lenda. Stóð bygð þessi imeð blóma um
noíkkur ár og imyndaði hann þar söfn-
uð. En með vorinu 1902 hófst út-
flutningur þaðan, svo bygðin eyddist
sem næst af fslendingum, og eru nú
eftir aðeins örfáir búendur. Var nú
söfnuðurinn prestlaus um tíma. Sum-
urin 1900—1901 þjónaði séra Rögnv.
Pétursson, er þá -var við prestaskóla-
nám í Meadvilile í Pennsylvania, söfn-
uðinum um þriggja mánaða tíma. En
frá júlíbyrjun 1902 tii aprílldka 1903'
séra Jóhann P' Sólmundsson, er út-
skrifaðist þá um vorið frá Meadville
prestaslkóíanum, og varð því næs’t
prestur Unítarasafnaðarins á Gi-mli. Var
þá séra Rögnv. Pétursson kjörinn
prestur 'safnaðarins frá ágústbyrjun
þ-ess árs til septemberloka 1909, að
hann -sagði aif sér og tók þá við af hon-
11) Sbr. æfirainning hennar, Lögherg 2.
mr.i 1918.