Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 115
ÞJÓÐRÆKNISSAMTÖK
113
finna vott þeirra áhrifa og það meðal
yngri kynslóðarinnar.
Vorið (30. maí) 1909 var stofnað
Ungmennafélag í sambandi við Un'ít-
arasöfnuðinn. Hefir félagsskapur
þessi verið eingöngu bundinn við ís-
lenzk ungmenni og fundahöld öll farið
fram á Islenzku. Hefir félagið gengist
fyrir því, að sýndir hafa verið sjón-
leikir á íslenzku og notið þar aðállega
hjálpar Arna Sigurðssonar, er talinn er
með beztu íslenzkum leikendum vestan
hafs. Vestur flutti hann af Akureyri
sumarið 1910- Má telja þessa helzta:
“Lénharður fógeti” eftir Einar H.
Kvaran (1914), “Heimkoman” eftir
H. Suderman (1915), “Iðjuleysing-
inn” (1917), “Afturgöngur” og
“Stoðir samfélagsins” (1916—’18),
eftir Henrik Ibsen. Þrjú síðustu ritin
lét félagið þýða úr Ensku og Norsku.
Haustið 1915 hafði heimsstyrjö'ldlin
staðið yfir rúmt ár. Voru þá margir
Islendingar gengnir í Canadíska her-
inn og fjöldi iþeirra kcmnir austur um
haf til Englands og Frakklands. Byrj-
að var þá að safna gjöfum til enskra
og canadískra hermanna, er austur
voru komnir og gengust fyrir því hin
og önnur félög innan innlendu safnað-
anna í Winniipeg. Vakti þá ungfrú
Steinunn Stefánsson (dóttir Jónasar
Stefánssonar frá Þverá í Blönduhlíð)
máls á því, að hið sama væri gert í
þarfir íslenzkra hermanna, og vildi hún
að íslenzku ungmennafélögin tækju sig
fram um þetta. Hún var þá fregnriti
dagblaðsins “The Manitoba Free
Press” og því kunnugast, hvernig með
þetta skyldi fara. I Ungmennafélaginu
hafði hún staðið frá því það var
stofnað. Hreyfði hún máli þessu fyrst
við forseta Ungmennafélagsins, Hann-
es Pétursson, og þau svo bæði við for-
menn “Bandalaganna” íslenzku, er
tóku þessu vel. Voru þá tilnefndir
tveir fulltrúar frá hverju félagi í sam-
eiginlega nefnd er hafa skyldi þetta
með höndum; frá Bandalagi Fyrsta
lúterska safnaðar: Páll (Pálsson Sig-
urgeirsisonar) Bardal, er var forseti
Bandalagsins, og ungfrú Aurora (Jóns-
dóttir) Vopni; frá Tjáldbúðarkirkju:
Pétur Thomson og Skúli Bergmann, og
frá ungmennafélagi Unitarasafnaðar-
ins: Steinunn Stefánsdóttir og Hannes
Pétursson- Forseta kaus nefndin sér
Pál Bardal, ritara Steinunni Stefánsson
og féhirði Hannes Pétursson. Tók
nefndin því næst til starfa. Samkom-
ur voru haldnar til arðs þessu fyrirtæki
og safnaðist töluvert fé. Safnað var
gjöfum frá einstökum mönnum innan
bæjar og frá verkefni.og lilgangi
nefndarinnar er skýrt með ítarlegri
grein, sem birtist í ísienzku blöðunum,
er út komu 20. og 21. október. Er
þar heitið á fólk allment að styrkja
ne'fndina í þessu verki. Undir greinina
eru ritaðir forseti og féhirðir nefndar-
innar. Er þess getð, að fólk í hinum
innlendu kirkjum í bænum, hafi þá á
undanförnum vikum verið að safna af
kappi ýmsum smiá-nauðsynjavarningi
er það ætli sér að senda sem jóla-
glaðningu 'til hermanna frá Manitoba,
er komnir væru til Evrópu. Vilja þeir
ekki, að íslendingar verði eftirbátar í
þessu, en sým, að þeim taki jafn-sárt
til sona sinna og ættingja sem öðrum.
Er gert ráð fyrir að útbúa sérstakan
böggul fyrir hvern mann og senda með
pó'sti til Englands- Áætlar nefndin, að
hver böggull skuli eigi minna nema en
tíu dollurum, í sokkaplöggum, vetling-