Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 44
10
T1MIA.RIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ist g-ið eða v-ið, eins gerir enska
guard og ward. Því heitir kaup-
mannsgóz vara, að það er varið,
geymt í garði, þ. e. vörðum stað,
virki. Kaupmenn fóru fram eftir
öllum öldum með sína eigin lög-
gæzlu og gerðu virki þar, sem þeir
verzluðu, og tók staðurinn af því
nafnið garður, sbr. Garðaríki. Þar
sem Garður heitir á íslandi (eða
Garðar), er verzlun líkleg að ver-
ið hafi í fyrstunni.
G a 1 d u r. Það er allur galdur"
inn, um það sem lítill vandi þykir
eða tilkomulítið, þá séð er. Minn-
ing gerð fornum spjöllum hálf-
óveglega. Sú var tíðin, að galdur
eða kyngi var í miklum metum,
unz
Erfði lönd hin unga trú,
eins og spáði vala,
fornar vættir færðu bú
fram til regin-dala.
Gangskör. Gera gangskör
að e-u eða um e_ð, leiða til fuilra
lykta eða niðurstöðu. Gangur er
ástand eða verknaður, sem mikið
kveður að, sbr, músagangur, gesta-
gangur, verið ekki að þessum
gangi, börn. Skör er það, sem
skarar fram úr, fram af e-u, 'má
betur, hefir betur, tekur yfir ann-
að, sbr. ísskör, eldskör, skarir á
súð og þekjum. Gera gangskör
merkir þá, orðin þrædd, gera gangs
yfirtak, þ. e. gera gang svo yfir
taki, komast að fullnaðarniður-
stöðu (t. a. m. í leit, annaðtveggja
að hluturinn sé fundinn eða reynist
ófinnanlegur). Dr. Finnur talar
hér um fjöl til að ganga á og þykir
máltækið auðskilið af henni. Það
nær engri átt. — Láta skríða til
skarar, láta yfirtaka, er í eiginleg-
um skilningi framið, þegar hey eru
tyrfð eða hús þakin. Þá er oft
beðið að láta skríða til skarar, eft-
ir því sem hæfir, betur, meira eða
minna.
G a r ð u r. Fara fyrir ofan garð
og neðan, þ. e. koma ekki heim á
bæinn, kcma ekki við, haft um orð
eða umsögn, að hún komi ekki við
eða hitti mann ekki. Máltækið
merkir aldrei sama og “láta eitt-
hvað sem vind um eyrun þjóta”, þó
dr. Finnur útlisti svo.
G á 11. Á gátt, upp á gátt, orða-
tiltæki, sem nú eru höfð um hjara-
hurðir, eiga raunar ekki við þær,
því þær ganga ekki á gátt. Gátt er
ekki hornið, er hurðin myndar við
dyraflötina, er hún snýst á hjörun-
um frá dyrum, og heldur eltki heit-
ir það klofi, þó Fritzner geti þess
til. Gátt er af að ganga, og merk-
ir rúm, sem e-ð gengur á, en klofi
er grópið fyrir hurðina í dyrastöf-
unum, og klofi hét og kengurinn
til að taka við hurðarlokunni.
Hurðin gekk fyrrum upp og ofan
fyrir dyr, eins og Guðbrandur Vig-
fússon kennir, á gátt eða klofa, og
þaðan eru máltaskin runnin. Hurð
var á skíði, á drótt eða gátt, þegar
dyr voru opnar, en hnigin, hnigin á
klofa eða rekin á klofa, þegar dyr-
um var lokað. Orðunum á gátt,
liálfa gátt er haldið og ekkert ver-
ið að rýna í það, hvar gáttin sé; en
klofi er alveg úreldur. Þar sem
drátthurðir eru á bæjum, er rúm-
ið, sem hurðin gengur á, nefnd
gátt, vitaskuld, en grópið fyrir
hurðina drag en aldrei klofi, það eg
til veit.
G í g u r. Að vinna fyrir gýg,
leggur Jón Þorkelsson út í sínu