Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 48
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ir eins og selir. Það kemur flatt
upp á mann að heyra þá vænda
þeirri ómensku, að þola illa kaldan
skvett. Eigi prófessorinn við ó-
þrifnað, þá er það jafn rakalaust.
Þar með er ekki verið að taka fyr-
ir óþrif. Þegar Pétur mikli Rússa-
keisari fór á kynni til Englands-
konungs og Frakkakonungs í lok
17. aldar, skreið lúsin af honum í
rúmin, sem hann var látinn sofa í
Jakobshöllinni í Lundúnum og
Louvreshöllinni í París. Menn geta
af því farið nærri um þrifnað al-
mennings í Norðurálfunni um þær
mundir og talið í hug sér, hver
liann muni verið hafa sex eða sjö
öldum fyr. Þeir, sem þekkja sögu
vora, þurfa ekki að seilast til þeirr-
ar upplýsingar. í þeim segir, að
menn lágu strýpaðir í rekkjum.
Ekki gerðu þeir það orsakalaust,
og sama áferðin er á tilhugalífs-
fyrirbrigðinu, sem oft er getið, að
leggja koll í kné stúlku sinni. Eng-
um lieilvita manni kemur þó til
hugar að kasta steini á íslendinga
né neina þjóð þeirra tíma fyrir
óþrif þau, sem voru ósjálfráð þeim
sakir skorts á þekkingu og meðöl-
um til að ræsta sig, heldur vegsam-
ar hann sápuna og þann frið, sem
hún afrekar heiminum.
Þegar öllu er á botninn hvolft
um íslendinga og köldu böðin, er
svo fjarri því, að þeir hafi illan hif-
ur á þeim, að liitt mun sannara, að
þeir hafi kalt vatn til að snotra sig
meira um hönd en flestar siðaðar
þjóðir, þó ekki vælri fyrir annað en
að þeir hafa ekki efni á gufulaug-
um og rafhituðum böðum, sem
auðurinn veitir fjölda manna er-
lendis.
Hali. Leggja krók á hala sinn
og skreppa eða fara, þ. e. að fara
í makindum sínum og vændum
þeim, að fá sér góðgerð, og bera
brelt hala sinn; hvorttveggja tek-
ið af háttsemi hunda.
Handa og fóta. Stökkva
upp til handa og fóta, er sem mað-
ur sjái búa í þingbrekku greiða at-
kvæði um umráð sín.
H a n g u r. Hangur á e-u, þ. e.
agnúi, fyrirstaða, bægðir á e-u, því
hangur merkir það, sem hangir,
slútir eða sveigist út úr eða í e-u,
gálgi, krókur, snagi. Öll eru þau
af hanga, orðin hang (á ketti,
slakri voð eða bandi), hengi (á
hömrum og sköflum), hangur,
hengi, hengill, og enn hanki og
hönk. Guðbrandur Vigfússon fer
rétt með máltækið í orðabók sinni,
sem hans er von og vísa; en oft er
það afbakað og sagt hængur á.
Aldrei er hsqng og hang annars
blandað saman, svo sem í hangi-
kjöt, hangiflot, nema í þessu mál-
tæki, og því er vandalaust að rekja,
hvað komi til þess. Þegar fróð-
leiksfúsir unglingar spyrja eins og
próf. Finnur: “Hvað er hængur?”
Þá er þeim svarað, að hængurinn
hafi nafn sitt af krók framan á
neðra skolti. Þar skjátlast mönn-
um; fiskurinn hefir ekki nafn
sitt af hang sínum. Það hafa
þeir vitað, sem umgengust Ketil
hæng, að þeir nefndu hann ekki
svo af hang laxins, heldur sökum
þess, að laxinn heitir liængur, af
því hann klífur straum og fossa
hvössum og hörðum sporðhöggum.
og Ketill þótti höggva svipað því.
í forskeytum kemur orðið fyrir
í hængivákr (fuglsheiti), sá sem