Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 50
16
TÍMARIT TJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
tína villialdin til matar eða forða
lagði, vitaskuld, af eftir því sem
aldinarækt fór í vöxt og samgöng-
ur jukust milli landa, og er nú úrelt
eins og berjatínsla og grasaferðir á
íslandi, en máltækið vekur upp
tímana þá, er þetta var ein af hin-
um þarflegu iðjum.
Hnýsa. Draga hnýsur, að
blunda lauslega í sæti sínu, svo að
kolli kippi í samt lag hvert sinn er
hann hnígur niður, lánuð líking af
gangi hnýsuhvals; líka sagt draga
ýsur, líklega afbökun.
Hraðberg. .Hafa e-ð á hrað’
bergi, hafa til taks, (um það, sem
maður kann vel), líka sagt að það
liggi á hraðbergi fyrir honum.
Hraðberg heitir skorpan, er sezt
framan á tennur mönnum.
H u r ð. Það skall hurð nærri
hælum, er oft viðkvæðið, þá er
maður sleppur óhappalaust og ó-
skemdur frá því, er við lá að öðru-
vísi færi. Það er ekki komið af
skellihurðum þeim, sem nú tíðkast,
því meinlaust er að þær skelli á
hæla, heldur hurðar-fyrirkomulag-
inu forna, þegar hurðin gekk upp
og ofan fyrir dyr. Þá var viðbúið
að hún myndi taka af það, sem
næmi, ef liún skylli á hæla.
Hurðarás. Reiða (reisa) sér
hurðarás um öxl, ráðast í það. sem
maður er ekki maður til, um megn,
ofvaxið. “Hurðarás,” segir próf.
Finnur, “var bjálki (stokkur) yfir
útidyrum og hefir verið langur,
digur og þungur og þurft mikla
krafta til að bera hann eða lyfta
(eiginl. voru tveir hurðarásar jafn-
hátt og lítiö bil á milli, þvers frá
langvegg til langveggjar; talshátt-
urinn er norskur að uppruna.”
Ekki veit eg hvaðan hann hefir
það, að hurðarásarnir hafi verið
langir, digrir og þungir og “lítið
bil á milli”, né heldur hvernig hann
gerir sér grein fyrir því, að öðrum
eins stórtrjám og hann lýsir, hefir
verið komið fyrir þvers í rjáfrinu
ofarlega yfir útidyrum. En hvað
sem því líður, er það víst, að mál-
tækið lýsir engum stórtrjám. Það
talar ekki nema um stöðu ássins.
Um öxl er fornt mál og bregður þó
fyrir enn í daglegri ræðu, þ. e. í öxl,
öxlarhátt. Gái maður nú að hurð-
artilhöguninni fornu, liggur það f
augum uppi að máltækið er að lýsa
því, sem ekki nær neiuu lagi;
því ásinn, settur axlarhátt, er
oflágur til að opna dyrnar. Hurð-
arásarnir voru þvertrén, sem
bundu saman brúnásana á hinum
meiri stoðum, sitt hvoru megin við
dyrastafgólfið. Hurðin var dregin
frá dyrum upp á skíðið eða dróttina
á streng um dyrastafnsþvertréð„
hurðarásinn eiginlega. Hurðarás-
ana varð því að reiða upp í rjáfrið
hurðarhæð yfir dróttina að minsta
kosti, svo að hægt væri að draga
hurðina á strengnum frá dyrum.
Að reiða hurðarásinn um öxl er,
vitaskuld, ekki torveldara en reiða
liann hærra; en setja liann þar,
gegnir engu lagi, því þá er ekki
hægt að opna hurðina. Eiginlega
á þá máltækið við, að gera eitt-
hvað, sem ekki gegnir tilgangi; en
náið er nef augum; þegar mönn-
um fyrndist hurðarásinn og tilhög-
unin öll saman á hurðinni, þá færð-
ist ómögulegleikinn, sem var af-
leiðing verksins, yfir á sjálft verk-
ið, og því er það kallað að reisa sér
hurðarás um öxl, sem manni þykir