Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 54
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
máltækið: reposer sur un lit de
roses.
R ú m. Að láta sér e-ð í léttu
rúmi liggja, gera sér ekki áhyggju,
fást ekki um e-ð. Því létt er óhlað-
ið rúm. Próf. Pinni er nær að
halda máltækið aflagað og smá-
harðnar á því, þar til hann telur það
rangt fyrir: láta sér í litlu rúmi
liggja, af því að “létt eða þungt
rúm,” segir hann, “var víst fyrir
utan hugmyndir manna á fyrri tím-
um.” Próí. Finnur talar víst
“vacuum”. Skiprúmin voru köll-
uð létt eða lilaðin.
R æ s i h r e k k a. Bera e-n á
ræsibrekku, líklega sagt hræsi-
brekku, útbreiða e-ð (helzt sem
miður fór) um e-n. Ræsibrekka
get eg tii sé brekka sú, er vatn
dreifist niður urn úr ræsi, gerðu
meðfram brún hennar.
S e 1 u r. Verða ekki um sel, lít-
ast ekki á, standa stuggur af; runn-
ið af sögunni af Sæmundi fróða og
selnum (Kölska), er Sæmundur
komst á heim.
S i 1 f u r. Elda grátt silfur sam-
an, eiga í brösum saman, eiginlega
skíra silfrið, því grátt silfur er
óskírt silfur, ekki lögsilfur.
S k a m m r i f. Fylgir böggull
skammrifi, líklega óskýranlegt
sakir týndrar sögu.
Skjöldur. Skarð fyrir skildi,
kann að vera komið af skraut-
skjöldum þeim, sem prýddu skála-
veggi í veizlum fortíðar, eins og dr.
Finnur segir: “ef einhVer þeirra var
tekinn niður, þá varð í rauninni
skarð fyrir skildi. Eftirminnilegri
munu mönnum þó hafa orðið
skörðin þau, sem komu á skjalda-
skarir fylkinga og skjaldborga,
þegar sá féll, sem skjöldinn bar, og
skjöldurinn með honum, og líklegra
að afruninn sé af þeim skörðum.
S k ó r. Vilja skóinn ofan af
e-m, vera illa við eða til e-s, eigin-
lega vilja ófarnað e-s, komið af því,
að geta ekki hamið skó áfæti sér.
Frost vindur t. a. m. varp frá fæti,
snjó treður ofan í skóinn og loks
spennir hann af fætinum. Slíkt
hefir mörgum dregið til kals og
meira. Prófessor Finnur á vitan-
lega við þetta máltæjki með tals-
liætti sínum: “troða skóinn niður
af e-m, sama sem að kúga, þrýsta
manni niður”. Það er hið herfileg-
asta aflagi. Samt er það nú farið
að fljúga fyrir á prenti, síðan hann
löghelgaði það í Skírni, því auð-
numin er ill Danska; en vitaskuld
er það ekki haft í kúgunarmerk-
ingu dr. Finns, lieldur sömu merk-
ingu og vilja skóinn ofan af e-m.
S k u g g i. Ganga úr skugga
um e-ð. “Eiginl. þýðir talsh.,” seg-
ir próf. Finnur, “að koma sjálfur í
ljós, svo að liann sjáist, en líka sjái
alt, sem hægt er að sji fyrir utan
skuggann”. Það er greinilegt, að
próf. Finnur veit ekki lifandi baun
hverju liann er að lýsa. Lýsing hí-
býla var ofboð léleg allar götur
fram í minni þeirra, er nú lifa. Lýs-
islampar og grútarkolur báru ekki
birtu nema örskamt út frá sér.
Meirihluti skála eða baðstofu, set-
in eða fletin láu í dimmum skugga.
Þá tíddi það að ganga úr skugga
um eitthvað. Þeir, sem áttu ljós-
vant að vinna, t. d. taka upp lykkju
á prjcni, sjá áferð á þófi o. s. frv.„
gengu þá úr skugganum um það
að ljósinu. Argonds-strompaðir
steinolíulampar með postulías-