Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 55
AFRUNAMÁLTÆIvI NOKKUR ÚTI.ISTUÐ
21
hljálmum útrýmdu kolunum fyrir
ekki nema einum 50 árum og
dreifðu skugganum, svo að ekki er
lengur úr hcnum að ganga, en þeir,
sem vita hvað þeir eru að fara
með, minnast þessarar tízku með
máltækinu.
S n æ r i. Vera á snærum e-s,
hafa dvöl og kost með e-m, sama
sem að hafa grið með honum, vera
á vegum lians, vera á náð hans eða
náðum hans. Vegir, grið, snæ!ri,
náð og náðir, eru termini legum
til að tákna bóndavaldið í ýmsri
önn þess, svo sem að ráða, friða og
ala, sbr. “af guðs náð”. Snæri er
snæði, snæðingur, snæðing, snáð,
sbr. Snæringsstaðir, Snæðingsstað-
h', lileri hleði, sbr. hér héðan,
o. fl., og sama sem náð eða
náðir. Orðin samstofna, s-inu
ýmist lialdið í stofni eða úrfelt,
sbr. snugga, nugga, snös, nös,
snykur, nykur o. fl. Sagnirnar eru
snara, sner, snór, snórum, snarinn,
nú æfinlega veik og nara, ner, nór,
nórum og narinn, og merkja líklega
að veiða (um varg eða óargadýr) og
þar af veita hvolpum bráð, ala, sbr.
Með þursi þríhöfðaðum þú skalt æ
nara, ekki lifa, eins og Fritzner
leggur út, heldur vinna beina. Svip-
aða merking liafa sagnir af nara,
nerja, narði, narður og næra (af
þáliðinni nór). Snáð og náð merkja
npphaflega bráð, vargseldi, síðar
fæði, viðhald. Gerendur sagnanna
eru nór(r), njörður, sá er veitir
náð eða bráð, og njörunn sú, er
ner, gefur eldi, sbr. kalla dvergar
draumnjörun. Snar skal sá, sem
sner og snær(r), er veiðinn líklega.
Snerrir var ósvífur eins og vargur
og kallaður eftir það Snorri. Bráð
er samstofna Latínu, praeda og
sömu merkingar; sögnin er líklega
berja (samstofna Latínu, pre-
hendere, stafavíxl í stofni), barði,
barður, slá, hremsa, fá sér bráð.
Baruðr, björuðr, björunnr, björn
heitir svo, af því hann aflar sér og
sínum bráðar. Njörður og björn
er þá eitt og hið sama, samlieiti.
Samnefni bæjarnöfnin Njarðvík og
Beruvík. Njarðarvöttur er vöttur
bjarnar, og á hvorugur laginu fyrir
að fara, vötturinn né hrammurinn.
Njörður var ekki ásum alinn,
hann ólst upp í Vanaheimi, heimi
þeirra, er vanir eru, köldu Norðri
og réð því; á liann var að heita til
sæfara og veiða, því hann átti það
til að lykja leiðir njarðlásum og
spenna snekkjur njarðgjörðum.
Hann hefir Norðri nafn sitt gefið.
Átta-nöfnin eru upphaflega karl-
kyns. Norður er Njörður eins
áreiðanlega og jörð er jord og
fjörður fjord á systratungum vor-
um. í klassiskum málum eru átt-
ir kendar við sólu og stjörnumerki
það, sem auðþekkilegast er á norð-
urhveli; hið sama ræður nafngift-
um í íslenzku, sem von er til. Suð-
ur er sunnuáttin, áttin til sólar.
Norður eða Njörður er sjálfsagt
samstofna grísku orðunum “Bora”
vargseldi, og “Boreos” norðanvind-
ur, og líklega bæði Latínu, Ursus,
og Grísku, “Arktos’” björn. Lat-
ínumenn kölluðu lönd liggja sub
ursa majore, sub axi boreo, þ. e.
undir Nirði eða Nerði, en vér segj-
um Norðurlönd, þ. e. Njarðarlönd,
Bjarnarlönd. Vestur sama og yzt-
ur (y-hljóðið stafsett ve), er út-
gönguátt sólar, sólarlag, sol occi-
dens. Heitir Austur upprisu-átt