Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 56
22 TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA sólar, sol oriens, því auða, eyð jóð, auðinn er að tæmast burði eða ávexti sínum. Athöfnin heitir auzt- ur, fæðing, hæfileikinn til þess auðna, ávöxtur heitir auður, þá auðinn er, en auður er sú, sem auð- ið hefir. Það skýrir merkingar andstæði orðanna, þótt eins séu. Önnur eins andstæði eru fleiri til í íslenzku, t. a. m. í hljóði hlýddu hljóðir menn á hljóðin, sem er auð- skilið. Austur og vestur ættu að skrifast með z, og svo kendi Hall- dór Friðriksson. Enda þótt rekja megi þannig út í hörgul átta-nöfn nýju málanna, svo að alt standi í járnum við nafn- giftir klassisku málanna, er kúfur- inn keyrður lengra í orðauppruna- bókum og anað út í Grískunnar “heós” og “hesperós” um Austur og vestur, þótt ekkert eigi skylt við grísk átta-nöfn né önnur, en Norð- ur er taliö af óþektri rót og óvið- ráðanlegt. Margur seilist um hurð til loku. S p j a r i r. Spyrja e-n spjörun- um úr, rekja af honum fréttir eða þess háttar. Líkingin tekin af að rekja af lionum spjarir, þ. e. vað- málsræmur, hafðar til að vefja að leggjum upp til móts kyrtlinum eða niðurhlut hans. Stög voru tekin í vafningana til að halda þeim í lagi. Þar af er komið að sauma að spjörum e-s, gera að e-m, þjón- usta hann, veita honum ráðningu, sem hann þykir þurfa. S p ý t u r. Gera e-ð upp á eigin spýtur, af eigin ramleik, komið af því að þegar kalt er á sauðburði eða ásauður illa hyldur, þá afrækja mæður oft lömb sín og fjármenn koma heim með þau hálfkróknuð úr kulda og hungri til að spýta f þau mjólk. Þeim bergur oft á þeim spýtum. Dr. Finnur telur, að máltækið eigi við rekaspýtur. Það er ekki rétt, og ætti hann að kann- ast við máltækið, því það er algeng orðatiltæki í skóla, að láta spýta f sig og lifa á spýtum annara. S t o ð. Að sterkar stoðir, meiri eða minni stoðir renni undir e-n, þ. e. fulltingi e-m. Seinni máltæk- in kunna að eiga að rekja kyn sitt til stoða-mismunarins í hinni fornu húsagerð; áður en sperrur voru hafðar, voru veggstoðir, meiri stoð- ir eða hærri undir brúnásum og dvergar eða dvergstoðir undir mæniás. S ú r t. Þykja súrt í broti, una illa við e-ð. Meðan gjaldeyrir var veginn, tíddi það að þykja súrt í broti. Þá var goldið í baugabrotum slaupum og hellum silfur og gull og vegið á metaskálum. Silfrið átti að iialda skor og vera meiri- hluti silfurs jafnt innan og utan, en út af þessu bar iðulega, sem nærri má geta, og gráu silfri hajidið fram til greiðslu, þar sem hægt var að koma því við, við hinn óríkari. Það stoðaði hann ekki neitt að brjóta silfrið til að sýna, að það væri ó- skírt, grátt, seyrt, súrt í broti (sbr. súr, saur, sori), hann var látinn taka það jafnt fyrir það, þótt honum þætti það súrt í broti. Séð hefi eg á prenti þykja “súrt í brotið”, það er aflagi, bæði greinirinn og fallið. T a k t e i n n. Hafa á taktein- um, þ. e. til reiðu. Takteinn er laga,- kefli, skaft fyrir taki, ábyrgð þeirri, er varnaraðili gekk í við sóknar- aðilja um það, að hann kæmi lagð- an dag til réttar og héldi uppi skil-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.