Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 57
AHBUNAMÁLTÆKI NOKKUB UTLISTUÐ 83
um af sinni hálfu. Máltækið merkir
því eiginlega að hafa tryggingu,
eiga að vísu að ganga um e-ð.
Lagakefli tíðkuðust áður en málar
og gerðir voru bréfaðar, og eldi
lengi eftir af þeim jarteiknum, eft-
ir að bréfagerð var algeng orðin og
prent, því þingaxir og boðbíldir
voru bornir fram í minni núlifandi
manna.
T ö g 1. Hafa töglin og hagld-
irnar, vera í færum að ráða, líking
af heybandi, sem allir þekkja.
V a ð a 11. Vaða vaðalinn, sama
og vaða elginn.
V a ð b e r g. Vera á vaðbergi,
hafa vörð eða gætur á e-u. Vað-
berg gæti verið berg eða höfði yfir
lögnum, en Guðbrandur Vigfússon
segir það linan úr varðbergi, og svo
mun það vera, fyrst hann segir það.
V e g u r. Koma til vegs og
valda, taka við forráðum. Vegur
hét sæti bónda, áður en það var
sett við vegg andspænis sólu, þá
var það nefnt öndvegi eða öndugi.
Sonur gekk til vegs í erfi föður síns
eða að því gerðu, og tók við föður-
leifð sinni, forráðum og virðing
bans; af þeim sið er máltækið kom-
ið, og hið sama, hafa veg og vanda
af e-u, þ. e. ráða og hafa ábyrgð af
því, því veginum fylgir bæði ráðin
og sæmdin, sem þeim er samfara.
-— Vera vegalaus, þ. e. bólfestulaus,
jarðnæðislaus, eiga sér ekki veg,
sbr. Norvegur, Austurvegur, Vest-
urvegur, Suðurvegur, sama sem
bygðir eða bygð lönd í þessum átt-
urö. — Ryðja e-m úr vegi, þ. e. reka
e-n frá, forráðum, losa sig við e-n,
svo að ekki megi ráða vilja manns
eða vera honum til fyrirstöðu. Með
því að aftökur voru tíðast samfara
þessu, merkir máltækið oft sama
sem taka af, uppræta, eyða. Pró-
fessor Finnur segir að máltækið
“sé nýr talsháttur, dreginn af að
ryðja steinum úr götu”. Það er sitt
hvað að ryðja veg og ryðja úr vegi.
— Hafa e-n í hávegum skilja allir,
en farið er þar að falla á minning-
una um veginn.
V í u r. Bera víur í e-ð, líking
tekin af starfi flugu, sem allir
þekkja.
V ö 1 u r. Fara á vonarvöl. Próf.
Finnur mlnnist á máltækið, en ger-
ir enga grein á vonarvöl. Margir
eru þó velirnir: biskupsvölur, torf-
völur, stjórnvölur, píkvölur, rið-
völur, lijálmunvölur, snarvölur,
handvölur, vígvölur, eggvölur o. fl.
Vonarvölur er enginn þessara vala.
Vonarvölur er óvonarvölur, von-
leysisvölur, sbr. vonargemlingur,
vonarpeningur, peningur aðkominn
dauða; merkingin þar af lenda í
bjargarþrot, verða öreiga. Kemur
stafkarlavölu'm og gamalmenna
eiginlega ekkert við.
Þ r á n d u r. Vera e-m Þrándur
í götu. Próf. Finnur segir að
Þrándur og götu eigi að rita upp-
hafsstöðum, af því að máltækið
eigi við Þránd í Götu í Færeyjum,
sem átti við Sigmund Brestisson.
Mér er nær að bera brigður á það.
íslenzltu er ótamt að nafnyrða
heiti. Þrándur í Götu væri eini
maðurinn, að rnínu viti, sem hefði
hlotið þann heiður af henni, ef
próf. Finnur hefir rétt fyrir sér.
Mótspyrna Þrándar gegn kristni
var ekki svo ýkja merkileg, að lík-
legt sé, að íslenzkan liafi farið að
bregða vana sínum og seilast til að
kenna hvern mótstöðumann við