Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 57
 AHBUNAMÁLTÆKI NOKKUB UTLISTUÐ 83 um af sinni hálfu. Máltækið merkir því eiginlega að hafa tryggingu, eiga að vísu að ganga um e-ð. Lagakefli tíðkuðust áður en málar og gerðir voru bréfaðar, og eldi lengi eftir af þeim jarteiknum, eft- ir að bréfagerð var algeng orðin og prent, því þingaxir og boðbíldir voru bornir fram í minni núlifandi manna. T ö g 1. Hafa töglin og hagld- irnar, vera í færum að ráða, líking af heybandi, sem allir þekkja. V a ð a 11. Vaða vaðalinn, sama og vaða elginn. V a ð b e r g. Vera á vaðbergi, hafa vörð eða gætur á e-u. Vað- berg gæti verið berg eða höfði yfir lögnum, en Guðbrandur Vigfússon segir það linan úr varðbergi, og svo mun það vera, fyrst hann segir það. V e g u r. Koma til vegs og valda, taka við forráðum. Vegur hét sæti bónda, áður en það var sett við vegg andspænis sólu, þá var það nefnt öndvegi eða öndugi. Sonur gekk til vegs í erfi föður síns eða að því gerðu, og tók við föður- leifð sinni, forráðum og virðing bans; af þeim sið er máltækið kom- ið, og hið sama, hafa veg og vanda af e-u, þ. e. ráða og hafa ábyrgð af því, því veginum fylgir bæði ráðin og sæmdin, sem þeim er samfara. -— Vera vegalaus, þ. e. bólfestulaus, jarðnæðislaus, eiga sér ekki veg, sbr. Norvegur, Austurvegur, Vest- urvegur, Suðurvegur, sama sem bygðir eða bygð lönd í þessum átt- urö. — Ryðja e-m úr vegi, þ. e. reka e-n frá, forráðum, losa sig við e-n, svo að ekki megi ráða vilja manns eða vera honum til fyrirstöðu. Með því að aftökur voru tíðast samfara þessu, merkir máltækið oft sama sem taka af, uppræta, eyða. Pró- fessor Finnur segir að máltækið “sé nýr talsháttur, dreginn af að ryðja steinum úr götu”. Það er sitt hvað að ryðja veg og ryðja úr vegi. — Hafa e-n í hávegum skilja allir, en farið er þar að falla á minning- una um veginn. V í u r. Bera víur í e-ð, líking tekin af starfi flugu, sem allir þekkja. V ö 1 u r. Fara á vonarvöl. Próf. Finnur mlnnist á máltækið, en ger- ir enga grein á vonarvöl. Margir eru þó velirnir: biskupsvölur, torf- völur, stjórnvölur, píkvölur, rið- völur, lijálmunvölur, snarvölur, handvölur, vígvölur, eggvölur o. fl. Vonarvölur er enginn þessara vala. Vonarvölur er óvonarvölur, von- leysisvölur, sbr. vonargemlingur, vonarpeningur, peningur aðkominn dauða; merkingin þar af lenda í bjargarþrot, verða öreiga. Kemur stafkarlavölu'm og gamalmenna eiginlega ekkert við. Þ r á n d u r. Vera e-m Þrándur í götu. Próf. Finnur segir að Þrándur og götu eigi að rita upp- hafsstöðum, af því að máltækið eigi við Þránd í Götu í Færeyjum, sem átti við Sigmund Brestisson. Mér er nær að bera brigður á það. íslenzltu er ótamt að nafnyrða heiti. Þrándur í Götu væri eini maðurinn, að rnínu viti, sem hefði hlotið þann heiður af henni, ef próf. Finnur hefir rétt fyrir sér. Mótspyrna Þrándar gegn kristni var ekki svo ýkja merkileg, að lík- legt sé, að íslenzkan liafi farið að bregða vana sínum og seilast til að kenna hvern mótstöðumann við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.