Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 66
TÍMARTT ÞJÓÐRÆTvNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 32 mintist iðulega hins hugprúða ís- lendings með innilegum vinarhug og þakklæti. Og það var um hann föður minn eins og Dufferin lávarð, að orðið “íslendingur” gat aldrei vakið hjá honum neinar hugsanir í sambandi við lijarn og kulda. — Nokkru áður en faðir minn kvong- aðist, settust fáeinir íslendingar að nálægt Barrie í Ontario. Þangað fór hann stuttu eftir að eg fæddist, til þess að fá vinnukonu. Hann kcm heim með íslenzka konu, smáa vexti og halta, og hafði hún ungbarn á handleggnum. Hún hafði verið gift hérlendum manni og hafði mist liann fám mánuðum eftir að þau fóru að búa; og hún átti hér engan að. — “Hún er ekki sterkbygð, og þar að auki liölt,” sagði móðir mín, þegar hún sá íslenzku ekkjuna með ungbarnið. — “Það er dagsatt,” sagði faðir minn; “en íslendingur- inn, sem bjai'gaði iífi mínu í Kletta- fjöllunum, hafði styrkan fót og traust hjarta.” — “Og hún hefir ungbarn á höndunum,” sagði rnóðir mín. — “Það er líka satt,” sagði fað- ir minn; “en íslendingurinn, sem lagöi líf sitt í hæjttu fyrir mig, mundi hafa alið upp öll þau mun- aðarlaus börn, sem til eru á jarð- ríki, ef hann hefði haft ástæður og tækifæri til þess.” Og faðir rninn var nokkuð fastmæltur, þegar liann sagði það. — Foreldrar mínir eignuðust átta börn; og íslenzka ekkjan lialta og veikbygða var þeim öllum eins og bezta móðir. Hún hét Svanfríður, en við syst- kinin kölluðum hana Auntie, og við elskuðum hana af öllu hjarta. Hún var mér hið sarna og “Cummie” (Alison Cunningham) varð skáld- inu góða, Robert Louis Stevenson. — Auntie talaði ensku með mjög útlendum hreim, því að hún var um þrítugt, þegar liún kom til þessa lands, og liafði aldrei inn fyrir skóladyr kcmið. Bn enskan henn- ar hljómaði í eyrum okkar barn- anna eins og unaðsríkur liljóð- færasláttur, því að hún sagði okk- ur sœgur — sögur, sem voru fagr- ar, ljúfar og töfrandi, eins og þýð- ustu vögguljóð; sögur, sem voru hreinar og hollar og hressandi eins og tærasta berglind; sögur um göf- ugt og elskulegt huldufólk í glæsi- legum hamraborgum, og drengi- lega útilegumenn í grænum afdöl- um í bláum fjöllum; sögur um góð- ar stjúpur og fríðar kóngadæúur og hreinhjartaðar hetjur; sögur um hið góða og fagra og sanna, sem ávalt vinnur að lokum sigur á öllu illu. — ísland varð í huga okkar barnanna að einskonar undralandi fegurðar og allsnægta, þar sem fclkið var goðum-líkt — var öllum þjóðum framar að mannkostum, gáfum og líkams atgervi — kon- urnar eins cg Pallas Aþena og Freyja, og karlmennirnir eins og Apolló og Baldur. — Við börnin krupum við kné þsssarar elskulegu konu, og hlýddum á liana hugfang- in kvöld eftir kvöld, árið um kring, og drukkum í okkur alt það b&zta, sem til er í íslenzkum þjóðsögum að fornu og nýju; og þó lærðum við ekki eina einustu setningu í ís- lenzkri tungu. — Foreldrar mínir hlustuðu oft á þessar sögur, þó Auntie vissi það eltki. Og faðir minn sagði einu sinni við mig og móður mína: “Það var íslenzkur karlmaður, sem forðaði mér við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.