Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 66
TÍMARTT ÞJÓÐRÆTvNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
32
mintist iðulega hins hugprúða ís-
lendings með innilegum vinarhug
og þakklæti. Og það var um hann
föður minn eins og Dufferin lávarð,
að orðið “íslendingur” gat aldrei
vakið hjá honum neinar hugsanir
í sambandi við lijarn og kulda. —
Nokkru áður en faðir minn kvong-
aðist, settust fáeinir íslendingar að
nálægt Barrie í Ontario. Þangað
fór hann stuttu eftir að eg fæddist,
til þess að fá vinnukonu. Hann
kcm heim með íslenzka konu, smáa
vexti og halta, og hafði hún ungbarn
á handleggnum. Hún hafði verið
gift hérlendum manni og hafði mist
liann fám mánuðum eftir að þau
fóru að búa; og hún átti hér engan
að. — “Hún er ekki sterkbygð, og
þar að auki liölt,” sagði móðir mín,
þegar hún sá íslenzku ekkjuna með
ungbarnið. — “Það er dagsatt,”
sagði faðir minn; “en íslendingur-
inn, sem bjai'gaði iífi mínu í Kletta-
fjöllunum, hafði styrkan fót og
traust hjarta.” — “Og hún hefir
ungbarn á höndunum,” sagði rnóðir
mín. — “Það er líka satt,” sagði fað-
ir minn; “en íslendingurinn, sem
lagöi líf sitt í hæjttu fyrir mig,
mundi hafa alið upp öll þau mun-
aðarlaus börn, sem til eru á jarð-
ríki, ef hann hefði haft ástæður og
tækifæri til þess.” Og faðir rninn
var nokkuð fastmæltur, þegar
liann sagði það. — Foreldrar mínir
eignuðust átta börn; og íslenzka
ekkjan lialta og veikbygða var
þeim öllum eins og bezta móðir.
Hún hét Svanfríður, en við syst-
kinin kölluðum hana Auntie, og við
elskuðum hana af öllu hjarta. Hún
var mér hið sarna og “Cummie”
(Alison Cunningham) varð skáld-
inu góða, Robert Louis Stevenson.
— Auntie talaði ensku með mjög
útlendum hreim, því að hún var um
þrítugt, þegar liún kom til þessa
lands, og liafði aldrei inn fyrir
skóladyr kcmið. Bn enskan henn-
ar hljómaði í eyrum okkar barn-
anna eins og unaðsríkur liljóð-
færasláttur, því að hún sagði okk-
ur sœgur — sögur, sem voru fagr-
ar, ljúfar og töfrandi, eins og þýð-
ustu vögguljóð; sögur, sem voru
hreinar og hollar og hressandi eins
og tærasta berglind; sögur um göf-
ugt og elskulegt huldufólk í glæsi-
legum hamraborgum, og drengi-
lega útilegumenn í grænum afdöl-
um í bláum fjöllum; sögur um góð-
ar stjúpur og fríðar kóngadæúur og
hreinhjartaðar hetjur; sögur um
hið góða og fagra og sanna, sem
ávalt vinnur að lokum sigur á öllu
illu. — ísland varð í huga okkar
barnanna að einskonar undralandi
fegurðar og allsnægta, þar sem
fclkið var goðum-líkt — var öllum
þjóðum framar að mannkostum,
gáfum og líkams atgervi — kon-
urnar eins cg Pallas Aþena og
Freyja, og karlmennirnir eins og
Apolló og Baldur. — Við börnin
krupum við kné þsssarar elskulegu
konu, og hlýddum á liana hugfang-
in kvöld eftir kvöld, árið um kring,
og drukkum í okkur alt það b&zta,
sem til er í íslenzkum þjóðsögum
að fornu og nýju; og þó lærðum við
ekki eina einustu setningu í ís-
lenzkri tungu. — Foreldrar mínir
hlustuðu oft á þessar sögur, þó
Auntie vissi það eltki. Og faðir
minn sagði einu sinni við mig og
móður mína: “Það var íslenzkur
karlmaður, sem forðaði mér við