Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 68
Eftir J. Magnús Bjarnason.
Höfuðborgin í ríki hins volduga
konungs stóð á liimin-háu fjalli. Og
umhverfis borgina brann vafurlogi
nótt og dag. En vestan mégin við
fjallið var dalur, djúpur og þröng-
ur, og var þar skamt á milli sólar-
uppkomu og sólarlags.
Konungurinn átti fjóra sonu. Og
þegar þeir voru ómálga börn, kom
liann þeirn til fósturs í dalnum.
Lagði liann ríkt á um það, að þeir
skyldu leita heim til sín aftur, þá er
hinn yngsti væri sextán vetra gam-
all; og skyldu þeir g a n g a upp
fjallið og fara þá leið, er hver um
sig áliti bezta og beinasta.
Þegar kóngssynirnir höfðu ald-
ur til, lögðu þeir á stað upp fjallið,
snemma dags, og stefndu á vafur-
logann, sem nú var eins og fagur
morgunroði til að sjá. En þeir fóru
sína leiðina liver. Sá elzti þræddi
stíg nokkurn, sem lá upp þröngt
liamragil; annar klifraði björgin,
brött og liá; hinn þriðji fór upp
skriður og sandbrekkur; og hinn
yngsti gekk upp fjallið, þar sem
það var vaxiö þéttum kjarrskógi:
grátviði og einir.
Og kóngssynirnir lirópuðu og
kölluðu hver til annars.
“Komið hingað til mín, bræður!”
kallaði elzti kóngssonurinn; “því
að eg er á réttri leið. Þið munuð
villast, og að lokum hrapið þið
fram af hömrunum, sem eru á
austanverðu fjallinu.”
“Það er eg, sem er á réttri leið,
bræður mínir elskanlegir!” hrópaði
sá er klifraði upp björgin, “því að
eg missi aldrei sjónar á vafurlogan-
um, sem girðir um bólstað föður
okkar. En þið verðið vitstola af
hravðslu í kvöld, þegar dimma tek-
ur, ef þið farið ekki sömu leið og
eg.”
“Þetta er fjarstæða mikil,” sagði
sá, er gekk upp skriðurnar og sand-
brekkurnar; “enginn villist, sem
fer þessa leið; og svo er hún líka
hættulaus. En þið verðið allir villi-
dýrurn að bráð, ef þið snúið ekki
undireins aftur og farið á eftir
mér.”
“Eg kenni í brjósti um ykkur,”
mælti yngsti kóngssonurinn. “Þið
farið þær leiðir, sem eru ba*,ði tor-
scttar og hættulegar. Og þó þær
ef til vill liggi allar til föðurhús-
anna, þá verða kraftar ykkar að
þrotum komnir löngu áður en þiö
komist á miðja leiö. En eg geng í
liægðum mínum grasi grónar
skógarbrautir og kemst heim í
kvöld.”
Og kóngssynirnir héldu liver
sína leið, og lirópuðu og kölluðu
óaflátanlega hver til annars allan
liðlangann dagjnn. Og um sólar-
lag voru þeir allir komnir þangað
sem vafurloginn brann. Og hver