Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 70
IinifM í lMáiííinió<S)m eiEdlaiiniinisic
Eftir GutSmund FriSjónsson frá Sandi.
Hefii’ þú nokkurn tíma horft inn
í blámóðu aldanna?
Þú rekur upp furðu-augu, að lík-
indum, þegar eg spyr þannig. Þessi
móða er ekki í landafræði þinni, og
])ig mun ekki reka minni til, að
hafa heyrt hennar getið í ræðu né
riti, og þá ekki heldur í daglegu
tali. Og í fljótu bragði muntu ekki
átta þig á, hvort þessi móða er
vatnsfall eða loftkent litbrigði. Þér
mun ef til vill leika forvitni á þessu
viðundri, sem þú kant að kalla hana
og muntu vera fús til að spyrja mig
frétta úr þessari átt. Úr því að eg
kem til þín með spurningu, verð eg
að leysa ofan af skjóðu minni og
seðja forvitni þína, ef nokkur er,
og benda þér inn í þessa fjarlægu
fegurð og þó reyndar nálægu, eft-
ir því sem eg orka.
Við skulum þá hugsa okkur stað
og stund, til að byrja með. Gerum
ráð fyrir, að við séum staddir að
sumarmálum á hæð einni í land-
námi Skalla-Gríms — í Borgar-
firði. Veðurlagi er svo háttað, sem
bezt getur fallið, þegar suðrænn
þey-vindur fellur í faðma við sól-
bráð. Niður fjarlægra vatna berst
um bygðina og ljósmóða dregur
fjöður sína yfir misfellur sveitanna.
Hún hefir í faðmi sínum heiðina
og hájökulinn. Heiðin verður þá
hlaðbúin í skaut niður, og jökull-
inn “hjálmgöfugur hilmir, heið-
særr” — eins og fornskáldið kvað,
meðan því blæddi til ólífis af því
höggi, sem konungurinn lét veita
skáldinu. Hvítá rennur um bygð-
ina, sú hin fagra á að nafni og
gagnauðuga laxa fóstra. Álftir
syngja á ánni, tigulegar í limaburði,
og grágæsir fljúga hið efra, hraust-
legar í vængjaburði og rösklegar í
róm. Þessum mjallhvítu og stein-
gráu hefðarkonum þykir dagurinn
góður. Söngtöfrar svananna og
flugrisna gæsanna laða til sín at-
hyglina og hertaka hana. En þó
er annað afl sterkara á þessum
stöðvum. Það gerir vart við sig,
þó að sjón og heyrn lamist. Það
kemur úr fjarlægðinni, innan og
ofan úr stöðvum landvættanna —
úr Reykholtsdal, þar sem jörðin
andar hveragufunni upp í vorloft-
ið. Þar er Deildartunguhver í mynni
dalsins og bendir þögull inn í dal-
inn, þar sem Snorri sagnaritari bjó
forðum daga — bjó og býr inni í
blámóðu aldanna.
Sveitin þessi virðist vera nokk-
urskonar lifandi vera. Porfeður
vorir töluðu um landvættir, sem
vaka mundu yfir hamingju bygðar-
laganna, fjarðanna, dalanna. Og
sumir spekingar ætla að jörðin sé
lífræn, sálugædd vera. Snorri
bendir í þessa átt, þegar hann get-
ur um eðli jarðarinnar og líkir
henni við manninn að eðli. Hann
mælir áJ þá leið, að jafngrunt sé að
grafa eftir vatni á fjöllum uppi sem
\