Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 71
INNI I BLÁMÓÐU ALDANNA
37
í dölum niðri . Og á því líkan hátt
sé blóðrás mannsins fyrirkomið:
eigi dýpra á dreyrunum í hvirfli en
á tám.
Þetta þykir ef til vill útúrdúr í
máli rnínu. En svo er ekki. Mér
fanst jörðin lifandi þarna, þar sem
hveralandið blasti við auganu,
gufuvætt og móðuhjúpað, með
Snorra Sturluson í faðmi sínum.
Þar hvílir hann, nei, svo má ekki að
orði kveða, að hann hvíli, þar lifir
hann, þar situr hann, ríkir og var-
ir í ljósmóðu vorsins og sumar-
dægranna, þar er hann inni í blá-
móðu aldanna.
Eg lagði augun aftur og lét mig
dreyma inn í víðáttuna, veröldina
þá, sem Snorri tók að léni hjá Nor-
raenunni af þeim dísum, sem ráða
yfir og býta málsnild og dómgreind.
Þetta lén eða sú sýsla, sem ár-
menska Snorra tekur yfir, er svo
víðlend, að landnám Skalla-Gríms
er svo sem lófablettur í saman-
hurði við umdæmi Snorra. Það
nær yfir Norðurlönd öll, og alt suð-
ur að Miðjarðarhafi, austur í há-
lendi Austurálfu, þar sem heilög
vötn falla af Himinfjöllum, og enn-
fremur vestur í Vínland. Skyldi
nokkur íslendingur færa kvíar sín-
ar svo langt út í blámóðu aldanna?
Eg spurði í einrúmi og fékk ekki
svar. Þess var ekki að vænta.
En í einrúmi mínu kom upp önnur
rödd, sem eg hlustaði á. Hún mælti
á þessa leið:
Ef einstaklingurinn vinnur eitt-
hvert verk, sem þýðingu hefir eða
mun hafa, annaðhvort fyrir alda
eða óborna, þá er honum borgið,
Þó að hann sé ekki í frændsemi eða
tengslum við snillinginn í Reyk-
holti. Verkefni eru margvísleg og
deilast í ýmsar áttir. Ríki eru mörg,
og fleiri ríki eru merkileg en kon-
ungsríkin og listamannaríkin. Ekki
geta allir verið konungar eða stór-
menni. Blámóða aldanna getur
varpað bjarrna sínum á eina þúfu,
bæði morgunljóma og kvöldroða,
svo að landsetinn sá megi vel við
una himneska brosið, sem morgun-
dagurinn getur gefið.
Þessi rödd hefir að líkindum
komið úr sólaráttinni, utan úr landi
náttmálanna, þaðan sem málin eru
lögð í gerð. Þar eru litirnir kembd-
ir þannig saman, að augað fær un-
aðarhvíld eftir hryssingsstornra
hversdagsbaráttunnar og skröltið
á þjóðvegunum. Okkur verður
starsýnt í náttmálaáttina, þegar
umbrotaeðlið dvínar í okkur. En
þeir, sem fúsir eru til baráttu, kjósa
sér aðra átt og byggja þar loftkast-
ala og skýjaborgir handa sér og
sínum.
Þessi rödd, sem kölluð verður, ef
til vill, röddin úr náttmálaáttinni —
hún nær til mín, hefir vald yfir
mér, þegar eg renni augunr til
Reykholts Snorra Sturlusonar, eða
beini hugsun nrinni í þá átt — átt
'sögunnar, málsnildarinnar og tung-
unnar norrænu. Því lengra sem
fram líður á æfi vora, því oftar
verður oss reikað inn í álfu endur-
minninganna, sögusagnanna og
skáldskaparins og goðafræiðinnar,
og þá um leið til þeirra nranna, senr
skarað hafa fram úr þorra mann-
anna í einhverri grein. Þetta hvarfl
nritt í þá átt stafar ekki af óbeit á
verðandinni, tíðinni senr vér lifunr
í og búunr sanran við, né heldur af
vonleysi unr kosti tíðarinnar, senr