Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 79
INNI í BLÁMÓÐU ALDANNA
45
og skipið leikur á alls oddi: snýr
sér við, hrekkur aftur á bak, fer
áfram, stingur sér, kemur úr kafi;
skothríö skellur á, sprengikúlum
rignir. Skipshöfnin hreyfist eða
lieldur kyrru fyrir, eftir því sem á
hana er andað. Plugvélar hlýða
öðrum manni og brjóta bág við
lögmál þyngdarinnar. Loftskeyti
fljúga um láð og lög. Allskonar á-
höld vinna verk, sem mannshöndin
lúði sig á og bökin bognuðu við. En
þrátt fyrir öll þessi tæki, vélfræði,
samgöngubætur, almennan kosn-
ingarétt, endurbætta skólakenslu,
mannúðarstarfsemi, hjúkrunartæki
læknislist og stjórnarbætur — þrátt
fyrir öll þessi gæði, fer óánægja
manna sívaxandi. — Hún hefir
aldrei verið svo mikil sem nú. Fjar-
lægðin milli mannanna, sálnanna
fer vaxandi og er meiri nú í mann-
þyrpingunni heldur en dæmi eru til
áður í strjálbýlinu. Menningin
okkar, sagði hann, ræður ekki neitt
við þetta vandræði. Hún er jafn-
vél völd að vandræðunum og ring-
ulreiðinni.
Þetta' sjá íhaldsmennirnir, sem
svo eru nefndir. Þeir unna Kín-
verjum þess sannmælis, að þeir
standi nær hamingjunni með feðra-
dýrkun sinni, heldur en Norður-
álfumaðurinn, sem skyrpir úr klauf
til liðna tímans, en trúir á morgun-
daginn og hyggur að hann lýsi inn
í fyrirheitnalandið, einstaklingnum
og alþjóðinni.
Þjóðminjafræðin hirðir fegins
liendi hvern fund, sem ber vott um
líf liðinna alda. Tönn eða hárlokk-
ur af konu hefir sína sögu að segja,
og þó miklu fremur það, sem er
neira í sér og fjölskrúöugra. Hví
skyldum við þá hika við að renna
hýru rannsóknarauga til úrvals
manna og kvenna, sem sagan
hampar og heldur á lofti, þó að frá-
sögnin sé að einhverju leyti
skreytt? Með því eina móti getum
vér ferðast inn í blámóðu aldanna.
Þó að vér sinnum þessari kvaðn-
ingu, æjttum vér að geta tekið þátt
í atburðunum, sem til vor kalla eða
berja að dyrum vorum.
Nýlega lásum vér í Morgunblað-
inu nokkra kafla um lífið í Reykja-
vík. Þar var fyndinn kafli um
ferðalög stúlknanna fram að höfn-
inni, þegar útlend skip koma af
hafi og leggjast við landfestar. Þá
er haldið áfram frásögninni og
sporin rakin borðalögðu mann-
anna út á melana — inn í barm
næturinnar. Þeir fara með Evu-
dæturnar við hönd sér þangað. Og
svo getur hver spáð í eyðurnar, eft-
ir því sem hann er fallinn til get-
spekinnar. Þessar frásagnir voru
og eru læsilegar, af því að sá mað-
ur hélt þarna á pennanum, sem
kunni listina þá að smeygja orðun-
um inn í hugskotið — þó ónafn-
greindur væri.
Eg las þetta eins og hverja aðra
ritlist og furðaði mig ekki á því, að
margt býr í þokunni þeirri, sem
legst yfir hafnir landsins og mela
þess. — Eg vissi það og skildi, að
ekki gátu allar stúlkur gengið í
spor Maríu meyjar. En hit.t var
augljóst, að þessar dætur höfuð-
staðar vors voru ekki á leið inn í
blámóðu aldanna, þó að frásögnin
væri listfeng, sú sem sagði frá þess-
um æfintýrum.
Og þó er blámóða aldanna yfir
Reykjavíkurmelum — stundum.