Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 80
40 TÍMARIT Þ.TÓÐRÆKNTSFÉLAGS ÍSLENDTNGA Þar varð maður úti eitt sinn. Svo er sagt a. m. k. Hann hét Sveinn, umkomulaus og fátækur, gáfulítill og haltur. Gestur Pálsson segir frá honum í sögu sinni Tilhugalíf. Stúlkan hans var búin að rjúfa trygðir við hann, af því að hann hafði stolið kæfubelg í hungurs- neyð. Hann gekk út á Reykjavík- urmela að kvöldlagi, ekki í þoku eins og stúlkurnar með borðalögðu mönnunum í Morgunblaðsgrein- inni. Hann gekk út í logndrífu, þegar Menja gufuhvolfsins og Fenja skýjanna möluðu snækryst- allana í hálo'ftinu og létu þá falla unnvörpum yfir höfuð sakamanns- ins. En hann sinti ekki um það. Hann söng eins og ekkert væri, þessa glóðþrungnu hendingu: Elska, þú ert sterkari en Hel. Hann gekk og gekk út í eyði- mörk snækornanna og hvarf inn í hvítavoðir næturinnar. Skáldhönd Gest leiddi hann — leiddi hann inn í blámóðu aldanna, af því að hann elskaði, einlægur eins og barn. En stúlkurnar á Melunum, þær léttklæddu í gisnu sokkunum, á völtu, mjóhaóluðu stígvélaskónum — hvenær komast þær, hvenær leiðir borðalagði gesturinn þær inn í móðuna, sem töfraljómi loftsins blámar? Og þó eru þær ekki halt- ar, og ekki hafa þæir stolið kæfu. En Ingibjörg Tryggvadóttir hef- ir á sér gyðjusvip, þar sem hún sit- ur hjá Kjartani ólafssyni frá Hjarð- arholti. Hún var systir Ólafs kon- ungs Tryggvasonar og kvenna göf- ugust, sem þá voru í Noregi. Sag- an gefur í skyn, að Kjartani myndi sá ráðahagur falur, ef hann hefði gengið á það lagið. En fáorð er sú frásögn og getur lesandinn spáð í eyðurnar eftir vild sinni. Þegar Kjartan fór til íslands, fékk Ingi- björg honum motur, glitofinn, í þeim vændum, að hann fengi Guð- rúnu ósvífursdóttur gersemina. Ingibjörg lét þau orð fylgja, að liún vildi að Guðrún mætti sjá, að sú kona væri eigi þrælaættar, sem hafði setið á tali við hann í Noregi. Hún mælti að lokum: “Mun eg þig livergi á götu leiða, og far nú vel og heill, Kjartan.” Fleira segir ekki af konungssyst- ur og Kjartani En fáum konum hefi eg unnað til jafns við hana, sem eg hefi séð inni í blámóðu ald- anna. Drotningarbragurinn á henni er augljós, þó að þögnin breiði hulu sína yfir hana, þar sem hún situr ein og skarar í glóðum tilfinninga sinna. Hún vildi ekki leiða Kjart- an á götu. Metnaður hennar, drotningarlundin, hamlaði henni frá þeirri hafnargöngu. Samskon- ar innræti kemur í ljós í hátterni og orðum Bjarnar Breiðvíkingakappa, þegar Snorri goði kom að honum óvörum með flokk manna, í víga- hug. Björn var að smíða vögur og hafði í höndum tálguhníf mikinn. Hann tók það til bragðs, að hann gekk snúðugt að Snorra og greip annari hendi í kápuermi goðans frá Helgafelli, en mundaði hnífinn með hinni. Þeim Snorra féllust hend- ur og Björn gekk þannig á leið með flokkinum, spottakorn. Eng- in erindi voru uppkveðin. Þá spurði Björn Snorra eftir þeim og kvaðst ekki vilja fara langt á götu með því liði, — því að eg er ekki leiði- fífl, sagði hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.