Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 80
40
TÍMARIT Þ.TÓÐRÆKNTSFÉLAGS ÍSLENDTNGA
Þar varð maður úti eitt sinn. Svo
er sagt a. m. k. Hann hét Sveinn,
umkomulaus og fátækur, gáfulítill
og haltur. Gestur Pálsson segir
frá honum í sögu sinni Tilhugalíf.
Stúlkan hans var búin að rjúfa
trygðir við hann, af því að hann
hafði stolið kæfubelg í hungurs-
neyð. Hann gekk út á Reykjavík-
urmela að kvöldlagi, ekki í þoku
eins og stúlkurnar með borðalögðu
mönnunum í Morgunblaðsgrein-
inni. Hann gekk út í logndrífu,
þegar Menja gufuhvolfsins og
Fenja skýjanna möluðu snækryst-
allana í hálo'ftinu og létu þá falla
unnvörpum yfir höfuð sakamanns-
ins. En hann sinti ekki um það.
Hann söng eins og ekkert væri,
þessa glóðþrungnu hendingu:
Elska, þú ert sterkari en Hel.
Hann gekk og gekk út í eyði-
mörk snækornanna og hvarf inn í
hvítavoðir næturinnar. Skáldhönd
Gest leiddi hann — leiddi hann inn
í blámóðu aldanna, af því að hann
elskaði, einlægur eins og barn.
En stúlkurnar á Melunum, þær
léttklæddu í gisnu sokkunum, á
völtu, mjóhaóluðu stígvélaskónum
— hvenær komast þær, hvenær
leiðir borðalagði gesturinn þær inn
í móðuna, sem töfraljómi loftsins
blámar? Og þó eru þær ekki halt-
ar, og ekki hafa þæir stolið kæfu.
En Ingibjörg Tryggvadóttir hef-
ir á sér gyðjusvip, þar sem hún sit-
ur hjá Kjartani ólafssyni frá Hjarð-
arholti. Hún var systir Ólafs kon-
ungs Tryggvasonar og kvenna göf-
ugust, sem þá voru í Noregi. Sag-
an gefur í skyn, að Kjartani myndi
sá ráðahagur falur, ef hann hefði
gengið á það lagið. En fáorð er sú
frásögn og getur lesandinn spáð í
eyðurnar eftir vild sinni. Þegar
Kjartan fór til íslands, fékk Ingi-
björg honum motur, glitofinn, í
þeim vændum, að hann fengi Guð-
rúnu ósvífursdóttur gersemina.
Ingibjörg lét þau orð fylgja, að liún
vildi að Guðrún mætti sjá, að sú
kona væri eigi þrælaættar, sem
hafði setið á tali við hann í Noregi.
Hún mælti að lokum:
“Mun eg þig livergi á götu leiða,
og far nú vel og heill, Kjartan.”
Fleira segir ekki af konungssyst-
ur og Kjartani En fáum konum
hefi eg unnað til jafns við hana,
sem eg hefi séð inni í blámóðu ald-
anna. Drotningarbragurinn á henni
er augljós, þó að þögnin breiði hulu
sína yfir hana, þar sem hún situr
ein og skarar í glóðum tilfinninga
sinna. Hún vildi ekki leiða Kjart-
an á götu. Metnaður hennar,
drotningarlundin, hamlaði henni
frá þeirri hafnargöngu. Samskon-
ar innræti kemur í ljós í hátterni og
orðum Bjarnar Breiðvíkingakappa,
þegar Snorri goði kom að honum
óvörum með flokk manna, í víga-
hug. Björn var að smíða vögur og
hafði í höndum tálguhníf mikinn.
Hann tók það til bragðs, að hann
gekk snúðugt að Snorra og greip
annari hendi í kápuermi goðans frá
Helgafelli, en mundaði hnífinn með
hinni. Þeim Snorra féllust hend-
ur og Björn gekk þannig á leið
með flokkinum, spottakorn. Eng-
in erindi voru uppkveðin. Þá spurði
Björn Snorra eftir þeim og kvaðst
ekki vilja fara langt á götu með
því liði, — því að eg er ekki leiði-
fífl, sagði hann.