Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 90
56
TLMARIT 1>JÓÐRÆKNISFÉTjAGS LSLENDINGA
lendinga. En jafnóðum og fjörið
fer að dofna þar, þá færist kyrðin
nær úti í bygðunum. Eftir höfðinu
dansa limirnir.
VII.
Þegar talað er um viðhald ís-
lenzka þjóðernisins, þá er hugsun-
in sú, að íslendingar þeir, sem nú
lifa í Vesturheimi og niðjar þeirra,
geti lialdið áfram að tala íslenzka
tungu mann fram af manni.
Mér dylst það ekki, að með þeim
ráðum, er til þessa hefir komið til
tals að nota, sé slíkt engan veginn
fært. Málið er óðum að týnast hjá
yngri kynslóðunum (sem ekki hafa
alist upp heima á íslandi), og horf-
urnar eru þær, að eftir ein 50—75
ár verði fáir, sem geta talað sína
feðratungu.
Það eru aðeins tveir vegir til að
viðhalda þjóðerninu. Annar er sá,
að stöðugt komi hópar af íslend-
ingum að heiman, til að setjast að
vestan hafs, og má þá gera ráð fyr-
ir, að það stuðli um leið að því, að
Vestur-íslendingar, sem fyrir eru,
týni seinna tungunni.
Hinn er sá, að börn og unglingar
Vestur-íslendinga, komi á ári
hverju til Íslands og dvelji þar um
tínm til að læra málið.
Hvað snertir fyrri aðferðina, þá
er hæpið að nokkuð sé á henni að
byggja; því fyrst er nú það, að
horfur eru litlar á verulegum Ame-
ríkuflutningum að lieiman, a. m.
k. fyrst um sinn, og svo er sú breyt-
ing orðin frá því sem fyrrum var,
að nú flytja landar ekki lengur til
neinnar ákveðinnar bygðar, heldur
hingað og þangað á víð og dreif út
um Canada og Bandaríkin. Og
þegar þsir Vestur-íslendingar eru
komnir undir græna torfu, sem
fæddir eru heima, þá verður lítið
athvarf þeim, sem koma að heim-
an, til að geta varðveitt tunguna í
góðum félagsskap.
Hvað seinni aðferðina snertir,
þá mundi liún vafalaust bera góð-
an árangur.
VIII.
Öllum verður að vera ljóst, að
Vestur-íslendingar hljóta að vera
fyrst og fremst amerískir borgarar
og aðeins í öðru lagi íslendingar.
Þetta þykir sumum ekki nóg, en
um það er ekki að fást, enginn
kann tveimur herrum að þjóna.
Sumir lialda hins vegar, að öll
þjóðernishreyfing sé óholl tvístrun
sálar- og líkamskrafta, og þess
vegna lítið ákjósanleg og tefji fyr-
ir þroska nýtra borgara. Þetta er
þó bygt á misskilningi, eins og ótal
dæmi sanna, því menn og konur
af hvaða þjóðflokki sem er, reyn-
ast ágætir borgarar í Ameríku, þó
þeir hafi alist upp við að tala og rita
sitt upprunalega móðurmál auk
Enskunnar.1)
íslenzlra þjóðernið er óðum að
týnast í Vesturheimi. Sumir, sem
komu ungir að heiman, hafa jafn-
vel þegar týnt tungu sinni og geta
1) Sem dæmi þess, hvat5 takast má
gó’ðri mó'ður með góðum vilja, kyntist eg
merkiskonunni prestsfrúnni í Selkirk. Hún
er norsk. Hún lærði íslenzku af manni
sínum. Börnin eru öll uppkomin og sér-
lega vel gefin. Þau eiga móður sinni að
þakka, að þau kunna bæði Norsku og ís-
lenzku, auk enskunnar.
Ásdís á Bjargi gaf Gretti sverð, er hún
leiddi hann úr garði.
Sérhver íslenzk kona, er getur arfleitt
börn sín að íslenzkri tungu auk enskunn-
ar, gefur þeim grip vænni en nokkurn
Ættnrtnngn*