Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 96
62 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA En þessu mætti haga þannig, að báðir aðilar hefðu gagn af, að komið yrði á skiftum á unglingum milli landanna og yfirleitt manna- skiftum. Báðir þjóðarpartar sendu ákveðinn hóp hvor í sínu lagi, ung- linga, skólanemendur, kennara, handiðnamenn o. fl. Og eg hugsa mér, að þjóðræknisfélögin með til- stilli ríkissjóðs íslands, sjái um mannaskiftin milli hinna einstöku heimila (sem gæfu sig fram), og að flutningur yrði ókeypis. Það þarf ekki að taka það fram, að vel yrði séð um að velja góð heimili og gott yrði eftirlit og aðbúð með- an á flutningunum stæði. XIV. Eg hefi heyrt marga fallast á, að mannaskifti væru ágætt ráð, og sjálfsagt að taka það upp, en þó aðallega eða aðeins skifti á kenn- urum eða nokkuð þroskuðum skólanemendum. Hins vegar taka flestir dauft á, að skifti geti farið fram á börnum, en það er þó eina aðferðin, sem nokkuð dugar og sem róttæk getur kallast. Margar mæður segja óðara: “Eg held nú svo sem ekki, að eg fari að senda börnin mín í slíkan leiöang- ur — fyr mundi eg láta skera lijart- að úr brjósti mér.” En svona tala aðeins fávísar konur, og þær hætta að tala svo undireins og þessu er komið í kring og einliverjir þeim vitrari hafa riðið á vaðið. Það er ætíö svo með alt nýtt. Þegar börn á 10—14 ára aldri komast upp á svo gott, að fá að fara ókeypis ferð til annarar heimsálfu og kynnast nýjum góðum mönnum og nýjum siðum, þá verður kept um, að kom- ast með sem allra fyrst. — Ferða- lagið og dvölin erlendis valri út af fyrir sig á við margra ára gagn- fræðanám á skólabekkjum. “Heimskt er heima-alið barn,” segir máltækið, og það á oft heima, en í öllu falli er það víst, að hvert það barn, sem fær að létta heim- draganum, þroskast venjulega langtum betur en það, sem heima situr. Aldrei er eins gott að víkka sjóndeildarhringinn og þá, þegar augun eru bezt opin og tilfinning- in næmust fyrir öllu fögru, sönnu og góðu. Og svo er nú það, að læra að tala og rita erlent mál og læíra það í landinu sjálfu. Það gerir að verkum, að maður eignast tvö föð- urlönd í staðinn fyrir eitt, tvö hnoss í stað eins. Enskan er heimsmál, sem allir þurfa að kunna, en gott er að kunna meira. Gott er að kunna aðra tungu en sitt móðurmál, mál sem opnar útsýni um annan glugga í viðbót, og gefur kost á! að kynnast jafngóðum bókmentum og þeim, sem ísland hefir hlotið frægðarorð fyrir. En þar að auki er gott að eignast vini og athvarfsvon í öðru landi en sínu, ef síðar í lífinu vakn- ar löngun eða þörf til að hafa heimilaskifti. Vesturheimur er stór, auðæfin eru mikil og framtíðin sýnist björt, en þó hygg eg eins sennilegt, að ís- land eigi engu síðri framtíð fyrir höndum. Það er “fleira matur en feitt kjöt”. Landkosti ber ekki fyrst og fremst að meta eftir hveiti, olíu og málmum og þeirra ígildi í silfri og gulli, heldur eftir því hve góðir og nýtir menn geta þróast og vaxið í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.