Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 109
STEINA FYRIR BRAUÐ
við höfum þau ekki. Gunnar! Höf-
um við Besikk spil?”
“Guði sé lof! — hann var þá við!
Gunnar kom fram í búðina. Þeg-
ar hún sá hann, fanst henni búðar-
gólfið hreyfast eins og hryggjan
konsúlsins, þegar skipin lögðust
að; hún greip um röndina á búðar-
borðinu. Hann var fölari, eða var
það af því hann var alveg nýrakað-
ur. — Hárið með sama gullna
blænum — hann hafði verið unn-
ustinn hennar — kyst hana. Hún
brosti hálf-vandræðalega, rétti hon-
um hendina yfir búðarhorðið.
“Komdu nú sæll, Gunnar!” “Komdu
nú sæl, Sveina,” sagði hann blátt á-
fram, og tók um hönd hennar. Hana
langaði til að mega halda um hönd
hans alla tíð, — strjúka um hár
hans, strjúka hendinni niður
hnakkann — koma við háls hans
þar sem hárið endaði. — Henni
fanst hún gæti hætt að elska hann,
ef hann liefði einhvern veginn öðru-
vísi hár, eða augu — eða munn —
“Hvað var það, sem þú varst að
spyrja um, Sveina?” spurði Gunnar
og dró hægt að sér hendina.
“Bezique spil. Lárus prófasts
hefir verið að kenna mér það; læ'rði
það, þegar hann var síðast fyrir
sunnan.” Hún horfði fast á hann.
Honum brá ekki.
“Það er ekki hægt að spila það á
venjuleg spil?”
“Nei. Það er tvent af hverjum
lit: Tvær hjarta drotningar, tveir
hjartakóngar, tvær-----
“Við höfum það ekki, því miður.
Hefirðu reynt á pósthúsinu?”
“Ekki til þar.”
75
“Því miður. — Það var ekkert
annað?”
Nei.-----Þú kemur — ferð nátt-
úrlega á samkomuna á laugardag-
inn?”
“Auðvitað! Og þú líka?”
“Nema hvað!” Hún reyndi að
hlæja glaðlega. Jón bæjarfulltrúi
kom inn í búðina. Hún sneri heim á
leið til að selja brauð — brauð —
Húu reyndi að lesa “Martin Eden ’
milli þess sem hún afgreiddi, en vissi
ekki hvað hún las, helminginn af
tímanum, það var ekkert varið í
þenna “Martin Eden”. — Því hafði
hún farið að sjá hann? Hvað hafði
Dúlla við sig, sem honum geðjaðist
svona að? Dúlla var heimsk, óupp-
lýst, ekkert lagleg. Hún dansaði
betur en Dúlla. Hún hataði Dúllu.
Síminn hringdi, hún hrökk sam-
an, titraði. Rödd hennar skalf, þeg-
ar hún sagði “Halló!”. Það var
Addi Jóhanns.
“Eg hefi tvo aögöngumiða að
samkomunni á laugardaginn. —
Það mætti vænti eg ekki bjjóða þér
annan þeirra?” — “Þakka þér fyrir.
Annars var eg að hugsa um að verá
heima þetta skiftið.” Hún vissi ekki
af hverju hún sagði það, hún fór á
hverja samkomu, var alstaðar þar
sem að voru einhverjar líkur til að
liún sæi Gunnar. “Það er sagt að
skemtiskráin verði fjölbreytt á sam-
komunni.” “Jæja, kanske maður
fari.” “Verður þú í búðinni í kvöld?”
“Eg býst við því”. “Eg var að lesa
“Námar Salómons” — voða spenn-
andi saga. Viltu að eg láni þér
hana?” “Þakka þér fyrir.. “Eg lít þá
inn í kvöld.” “Gerðu svo vel.” “Jæja,
vertu nú sæl.’ “Vertu sæll, Addi.”