Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 111
STEINA EYEIR BRAUÐ
77
“Ekki geta þau verið innan um
alt kraðakið hjá Manga, þó þau svo
stæðu á höfði, hi, lii!” Begga leit
upp og horfði framan í náfölt and-
litið á Sveinu. — “Eg hélt nú einu
sinni að það niyndi verða par úr
ykkur Gunnari.” Hún brosti í-
smeygilega.
“Okkur Gunnari! Ha! ha! Því
ekki Lalla prófasts, Binna for-
manni, eða Nilja Bergmann, Eg
hefi dansað og spásjerað með þeim
öllum.” Lágt: “Addi hafði ekkert
á móti því, vissi að eg var bara að
villa slúðurtunnunum sjónir. Par
úr okkur Gunnari! Ha! ha!”
“Adda Jóhanns? O-ó! Góða
nótt!”
“Gunnar giftur! — Giftur! Dá-
inn, horfinn lienni. Hvað var lífið?
Grár þokuflóki — brauðdeig. Það
var sem f jalirnar í gólfinu létu und-
an, liyrfu undan fótum hennar,
hún sykki — sykki. Hvað gerði það
til! Hvað gerði nokkur skapaður
hlutur til! Fara á fætur, selja
brauð, hátta, klæða sig, selja
brauð — selja steina fyrir hrauð.
Og hún hafði beðið guð! — GUÐ!
Hún fór aftur inn til Adda; hann
hélt áfram að segja af myndinni.
Hún hió hátt, þegar aðalhetjan
henti Indíánum hverjum af öðrum
fyrir björg. En livað hún hefir
hljómskæran hlátur, liugsaði Addi.
— Henni fanst hún aldrei framar
geta brosað. Lofa honum að tala.
Hvað gerði það til! — Addi var
sltikkanlegur piltur, —• heldur leíð-
inlegur. — En gerði það nokkuð
til? Dúlla hefði víst tekið honum,
hefði hann beðið hennar. Addi
liafði sagt að hún væri heimsk og
heldur kjánaleg, einhverntíma þeg-
ar Dúlla barst í tal. — Addi var
sjálfur ekki mjög greindur, en hann
var vandaður, í góðu áliti sem gull-
smiður, efnaður, — drakk ekki.
Hvað vildi hún hafa það meira? —
Alt var betra en að þola dylgjur
fólks um Gunnar og liana, sem nú
myndu fá byr undir báða vængi.
Hún settist við hlið Adda í legu-
bekkinn, tók vetlingana hans, sem
lágu á höfðalaginu, lagði þá á kné
sér og strauk þá eins og í hugsun-
arleysi. Addi lagði hendina hægt
og hikandi ofan á hönd hennar,
hún kipti snögt að sér höndunum,
skrýkti og sagði hún hefði brent
sig; en í raun og veru hafði það
ekki rneiri áhrif á hana, hvort Addi
snerti hendur hennar, eða Snati
strauk sig upp við þær.
“Mér er ætíð kalt á höndunum.
Kaldar hendur —”
“— og heitt hjarta.” Addi var
alvarlegur, — “hver sem verður nú
svo hamingjusamur að fá að nflótá
þess.” Hann færði sig nær henni,
hún hreyfði sig ekki. Honum óx
hugur, hann tók þétt um hendur
hennar; hún kipti þeim ekki að sér.
Nokkrum mmútum síðar vöru þau
trúlofuð.
Trúlofuð — trúlofuð Adda! Ár-
in nrundu líða hægt og hægt, grá,
viðburðalaus, löng eins og Góan,
lygn eins og hvolpahylurinn í
Merkjaánni. — Hún gat ekki haldið
áfranr að selja brauð alla sína tíð,
þoldi ekki að vita af því að Dúlla
hældist unr. — Hvað var Gunnar
annað en áttatíu króna búðarloka?
Addi var efnaður. Hún gat haft