Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 114
80
TÍM1A.RIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS íiSLENRINGA
rétt eins og í mannfélaginu. En
þarna var alt þögult, engin frásögn,
aðeins lágar stunur, þegar varg-
arnir liremdu bráð sína eða báran
skali yfir mótstöðuþrotið ungviði.
Ekkert mannsauga sér það, sem
gerist á hafinu í baráttu æiðarung-
anna cg mæðra þeirra, þar sem
brimaldan og vargaklærnar sækja
að . En það, að vörpin standa í
stað á;r frá ári, eða þá dvína, sýnir
vanhöldin á ungahjörðinni, þeirri
miklu mergð, sem tímgast út og
kemst á flot árlega.
Þessi kynni hafði eg fyrst af æð-
arvarpi, að sjá ungana vappa til
sjávar. Hitt var enn fyrri, er eg
sá æðarfuglana sækja upp að
ströndinni, áður en eggtíðin byrj-
aði. Það gerir hann á einmánuði,
þegar áta kemur á grunnið. Þá
safnast fuglinn í fleka og kvakar
kátur í morgunlogninu og í aftan-
kyrðinni. Æðarfugl virðist vera
lágraddaður. En þó berst málklið-
ur hans lengra en hávaði manns-
raddar, t. d. 4—5 kílómetra. Það
köllum vér á íslenzku alþýðumáli
heljarleið.
Þegar smásíld kemur að landi
fyrir sumarmál, lifir æðarfuglinn í
veizlugleði. Þá safnar liann hold-
um undir sveltuna í hreiðrunum.
Eg horfði á þessa fríðu fugla á
sjónum vordaginn og varð frá mér
numinn.
Svo liðu árin — og loksins kom
eg í æðarvarpið lijá Laxamýri. Og
þá þóttist eg hafa himininn hönd-
um tekið, því að í æðarvarpi getur
menskan mann dreymt upp fyrir
dauðann — dreymt í vöku.
Varpeyjarnar hjá Laxamýri eru
víði vaxnar, bæði grávíði og gul-
víði. Þar búa kollurnar í runnun-
um og við þá. Þsér eru svo gæfar,
að nálega má strjúka þær á eggj-
unum, og sumar alveg. Svo er
þétt sumstaðar, að hreiðrin eru
hvert við annað, þar sem skjól er
eða jarðvegur gljúpur, svo að koll-
urnar geti rifið sér lireiður. Eyj-
arnar eru nálega hvítar tilsýndar,
þegar bezt fellur. Blikinn vagar
ofan á ána, þegar liann mætir
stygð. En æðurnar lilaupa aðeins
af eggjunum, sumar fljúga spotta
korn, við gestkomu, og vitja
lireiðranna að vörmu spori.
Æðarkollan á 4—6 egg, og 60
lireiður þarf til þess að gera eitt
kíló af hreinsuðum dún.
2. Varpið í Viðey, og hún sjálf.
Þegar eg las í fyrsta sinn um Jón
biskup Arason og för hans til Við-
eyjarklausturs “með brauki og
bramli”, vaknaði löngun mín til að
sjá eyjuna. Þar eru sögulegar
endurminningar á liverri þúfu og
þó er margt í þagnargildi, sem þar
hefir gerst, svo sem vænta má, þar
sem saga klaustra vorra er mestöll
í myrkri liðinna og horfinna alda.
Það vitum vér þó, að í Viðey var
múnkalífi í kaþólskum sið, og síðar
bjó þar stérmenni, Skúli fógeti og
Magnús Stephensen. Þar stendur
enn hús rausnarlegt, senr Skúli
bygði. Hann hvílir í hávaða nærri
húsinu og stendur steinsúla yfir
honum úr íslenzku bergi. Viðey
liefir frá nrörgu að segja og verður
ekki á nrargt drepið í þessum lín-
unr. Á það er skemst að nrinnast,
að eyjan var seld fyrir fáunr árunr
miljcnafélaginu sæla, og svo aftur