Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 124
90
TÍMÍARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSIÆNDJNGA
Fram með veggjunum voru raðir af
gömlum málverkum, misjafnlega
vel gerðum, merkum gömlum kop-
arstungum og steinprentuðum
myndum og innanum lélegar krít-
armyndir, og bæði þeir, sem höfðu
dregið þær og þeir, sem þær voru
af, liorfnir og gleymdir.
Oft óskaði eg, að sumt af þessum
gömlu munum gætu talað, sagt
sögu sína á svipaðan hátt og dreg-
ill Matildu drotningar, er segir svo
greinilega frá frægðarförum manns
hennar. Hefir það sannast á dúkn-
um þeim, að sumir hlutir hafa part
af sál þeirra, er búa þá til, þeim
mun meiri, sem hluturinn er feg-
urri og betur gerður.
Eigandinn að þessari skriflabúð
var gamall maður, sköllóttur með
síðu, hvítu skeggi og svörtum aug-
um, er lásu fólk niður í kjölinn og
sáu furðu fljótt, hverjir voru góðir
viðskiftavinir. Var hann sjálfur að
mörgu leyti einkennilegasti forn-
gripurinn í búðinni. Hann var
fæddur og upp alinn í þessum bæ
og hafði alið allan sinn aldur þar,
svo hann þekti þar nálega hvert
mannsbarn og sögu þeirra, og þar
á meðal húsmóður rnína og fólk
hennar.
Fyrir hendingu komst hann að
því, að eg var þjónustustúlka henn-
ar, og varð það fyrsta tilefnið til
kunningsskapar okkar. Honum
gekk í fyrstu illa að trúa því að eg
væri íslendingur, af því að eg var
í engu frábrugðin öðru fólki. Eg
stríddi honum á því, að hann hefði
trúað því betur, ef eg hefði verið
með hornum og klaufum eða ein-
hverjum slíkum sérkennum. Karl-
inn þreyttist aldrei á því að spyrja
mig um ísland og íslendinga, og
datt mér þá ekki í hug, að hani:
gerði það í neinum sérstökum til-
gangi. Aftur á móti sagði liann mér
allskonar kynja- og helgisögur og
þjóðsagnir úr hans heimahögum.
Enda fylgir það þeim, er búa við
hafið, að kunna að segja frá mörg-
um undarlegum hlutum.
Einhverju sinni sendi húsmóðir
mín mig til hans í smávegis erinda-
gerðum og átti eg að bíða eftir
svari. En er eg kom þangað, var
liann að afgreiða viðskiftafólk og
gat því ekki sint mér í bráðina.
Karlinn benti mér að setjast í einu
Mrkju'horninu, er hann hafði út-
búið með þægilegum stólum; þar í
kring voru raðir af bókaskápum,
fullum af bókum; voru þær auðvit-
að til sölu, og margt af því ágætis
bækur og sumt gamlar og sjald-
gæfar útgáfur. Þarna var karl van-
ur að sitja og lesa eða spjalla við
ltunningja sína, þegar ekkert var
að gera, og í búðinni hans var nú
sjaldan ös.
Eg var þreytt, því kæfandi
drungaloft og hitasvækja var úti
og þrumuveður í aðsigi, og varð því
fegin að tylla mér niður og hvíla
mig. Það hefir sjálfsagt sigið á
mig svefnhöfgi, því alt í einu var alt
gamla skranið horfið og kirkjan
breytt.
Það vár bjartur og fagur vor-
morgunn, inn um steinda gluggana
lagöi sólargeislana, er tvístruðust
um kirkjuna með öllum litum regn-
bogans. Yfir öllu hvíldi helgiblær
og ró. Kirkjan var full af fólki;
reykelsisilm lagði að vitum mér;
inni fyrir háaltari hreyfðust kór-