Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 133
ARFURINN
99
ýms félög, svo sem kvenfélög, ung-
mennafélög og jafnvel leikfélög.
Þótt þessi félög öll þjóni söfnuðun-
um, eru þau samt að meira eða
minna leyti sjálfstæð og hafa ýmis-
konar starf með höndurn, sem á
næsta lítið skylt við trúmálin. Þeg-
ar þess er gætt, hve margþættur
kirkjulegi félagsskapurinn er og
yfirgripsmikill innan okkar smáa
þjóðflokks, er sízt að furða þótt
flest okkar mál beri nokkurn keim
af kirkjumálaástandinu meðal okk-
ar. Hjá því verður naumast kom-
ist; enda ganga kirkjumálin eins og
rauður þráður í gegnum flest sem
við hugsum og framkvæmum.
Kirkjulegi félagsskapurinn ís-
lenzki hér vestan hafs hefir verið
þjóðrækinn og hefir haft stórmikil
óhrif til þjóðernisviðhalds og vernd-
unar málsins. Þau áhrif hafa ekki
veriö að öllu leyti ósjálfráð, ekki
einungis sprottin af því, að prédik-
að hefir verið af nauðsyn á íslenzku
í kirkjunum, heldur hafa þau að
miklu leyti verið ávöxtur af við-
leitni og starfi vissra manna. Is-
lenzkir prestar hafa undantekning-
arlítið verið þjóðræjknir menn og
hafa unnað íslenzku máli. Án starf-
semi þeirra er alveg óvíst, hvernig
farið hefði um þjóðernisviðhald
okkar. í þessu hafa þeir skarað
langt fram úr öðrum svo nefndum
mentuðuni mönnum hér meðal ís-
lendinga, læknum og lögmönnum.
Þeir síðarnefndu liafa lítið eða ekk-
ert gert til þess að vernda þjóðern-
ið. í kirkjunum hafa menn hlust-
að á ræður fluttar á góðu máli og í
sunnudagaskólunum hafa börnin
fengið tilsögn í lestri, og hefir það
verið eina tilsögnin, sem mörg ís-
lenzk börn hér hafa fengið í móð-
urmálinu.
Engu skal um það spáð hér, né
um það rætt, hvort að því muni
draga að söfnuðir íslendinga hér
muni knúðir til þess að taka upp
ensku við guðsþjónustur sínar. En
ennþá er engin þörf á því og mun
ekki verða um langan tíma enn, ef
leiðtogar þeirra eru trúir þjóðerni
sínu. Og það ættu rnenn að at-
huga, að það verða ekki trúarskoð-
anirnar, sem halda við íslenzkum
kirkjufélagsskap hér, því þær eru
ekki sérkennilegar fyrir okkur sem
þjóðflokk, heldur málið.
Þrátt fyrir það þótt kirkjulegi fé-
lagsskapurinn hafi verið og sé ein
meginstoð þjóðrækni okkar, gæti
hann afrekað meira en hann gerir
ef áhuginn og viljinn væri ofurlítið
sterkari. Kvenfélög geta gert
meira en að halda samkomur til
arðs fyrir söfnuðinn; ungmenna-
félög geta gert meira en að skernta
sér og halda líka samkomur til
arðs fyrir söfnuðinn. Það sjálf-
sagt væri engu þarfara miður
slept þótt unglingarnir í þessurn
félögum tækju sér fyrir hendur að
kynna sér íslenzkan nútíðar skáld-
skap eða læsu, með hjálp, eitthvað
af fornsögunum. Og um samkom-
urnar, sem haldnar eru til arðs, er
það að segja, að þær gætu verið
langt um íslenzkari en þær eru, og
myndu batna ekki all-lítið við
það. Eins og er, er of mjög kostað
til þeirra höndum oft og einatt.
Sama má segja um allan annan
íslenzkan félagsskap, sem heldur
stöðugt fundi og samkomur, hver