Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 145
AÐ KRÆGÐAR<ORÐ \
111
örfá orð, er um söguna hafa verið
iSÖgð.
John W. Garvin heitir menta-
maður einn í Austur-Canada, er
hann ritstjóri eða umsjónarmað-
ur með útgáifum Radison’s félags-
ins í Toronto, “Masterworks of
Canadian Authors”. Segir hann
þetta: “Eg lauk við að lesa söguna
“The Viking Heart” í gær. Eg
varð svo hrifinn af sögunni, að
mig langar til að kynnast höfund-
inum. Frá mínu sjónarmiði er
sagan sú langþýðingarmesta er
runnið hefir upp frá Vesturland-
inu. Frú Salverson hefir þar minst
íslenzku landnemanna og barna
þeirra eigi síður en Louis Hemon
frönsku frumbýlinganna í Norður-
Quebec með sögunni ‘Maria Chap-
delaine’.”. — Á svipaðan hátt far-
ast W. A. Deacon orð, ritstjóra við
blaðið “Saturday Night” í Toronto.
“Sagan að efni og samúð, skarar
langt fram úr hinum algengu can-
isku skáldsögum”.
Saga þessi, þó hún sé í rauninni
skáldsaga, er meira en skáldsaga.
Hún er kafli úr menningarsögu, og
verður því engu minna metin er
tímar líða fram, en hún er nú. Með
sögunni hefir frú Salverson út-
breytt þekkingu á íslenzkum al-
menningi hér í landi, og á hún
margfaldar þakkir skilið fyrir það.
Vonandi verður þetta ekki hennar
síðasta saga.
Frú Salverson er enn á unga-
aldri, og má því búast við að starf
hennar sé eigi nema rétt byrjað.
Heyrst hefir að hún sé að undirbúa
ljóðasafn til prentunar, og kemur
það út væntanlega á þessu sumri.
Emile Walters.
í vikublaðinu
Art News, aðal-
riti listamanna
í Bandaríkjun-
um, sem gefið
er út í New
York, er skýrt
frá því 27. okt.
s. 1. að Banda-
ríkjastjórin hafi
keypt landslags
mynd eftir Em-
ile Walters mál-
ara. Mynd þessi hefir verið hengd
upp í málverkasal þjóðlistasafnsins
í Washington. Er safn það alþekt
og talið með þeim beztu sinnar
tegundar í Ameríku. Mynd þessi
heitir “Roosevelt Haunts — Early
Autumn”, og máluð á óðalssetri
fyrv. Bandaríkjaforseta, Thedore’s
Roosevelt, Sagamore Hill.
Emile Walters er mörgum ísl.
hér vestra kunnur, hefir hans oft
verið getið nú í seinni tíð og verka
hans. Hann er fæddur í Winnipeg
og alinn upp hér að mestu leyti.
Listanám stundaði hann uppliaf-
legaa við listaskólann í Chicago og
útskrifaðist þaðan fyrir allmörgum
árum síðan, þá kornungur að aldri.
Foreldrar hans eru ættuð af Norð-
urlandi, var faðir hans úr Skaga-
firði, Páll Walters, og stundaði hér
gullsnn'ði um tíma. En hann and-
aðist meðan Emile var enn barn að
aldri. Að miklu leyti hefir Emile
því unnið fyrir sér og brotist til
manns. Þess má og geta, að hann
er yngsti listamaðurinn, er Banda”
ríkjastjórnin hefir enn sem komið
er sýnt þann sóma að veita upp-