Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 150

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 150
116 T1MAB.IT þjóðræknispélags íslendinga það er ilt, því það fipar fyrir alþýðu að ná í skyldleik orðanna, sem hún fær annars af ritmálinu. Sama er horfið á meðferð bókarinnar á svo- kölluðum “einstæðum” myndum sterkra sagna, t.a.m. ‘boginn’ ‘hok- inn’, ‘kropinn’, því bókin er sam- kvæm sjálfri sér. Þær eru ekki settar með sögn þeirri, er þær eiga við, heldur sér sem sjálfstæð orð, eða þá öllu saman er slept. Þetta er engin nýlunda. Það er gamall kækur málfræðinganna, að láta um móðurmálið sitt eins og það væri fyrir löngu uppidagað mál og helstirðnað, eins og væri það Lat- ína. Þeir læra í Latínu, að marg- ar sagnir séu myndarvana, t. a. m. um sagnbót eða annað, og fara með þenna vísdóm í móðurmál sitt og þykir sjálfsagt, að þessar sterku sagnir séu eins myndarvana, ekki aðrar myndir til af þeim, — eins og þeir viti alt, sem íslenzk tunga tal- ar. Það dettur úr þeim, að móð- urmál þeirra er lifandi mál, að lög- mál þess hræra og stjórna tungum þeirra, svo að þeir láta sér ekki skiljast, að þessar sagnir séu til í málinu í öllum myndum, eins fyrir því þótt ein eða fáar myndir af þ'eim komi fyrir, þ. e. a. s. t. a. m. að búga, býg, baug, bugum, sé til þegar vill, alveg eins og boginn, og húka, hýk, hauk, hukum, fyrst hokinn er til. Beri aftur svo við, að þá þrjóti orð, þá rakna þeir við lög- málum tungunnar og þau leggja þeim nýyrðin í munn. Það gerir nú ekki mikið til um þetta atriði, því bseði er ekki nema um fá orð að gera, og svo er vöknuð viðleitni hjá mönnum, auðsæ hjá betri rithöf- undum og skáldum, að halda í sterka beygingu, þar sem hún á að vera, og líklega ekki langt að bíða þess, að þessir “einstæðlingar” gangi sterkir í öllum myndum, eftir því sem þörf gerist. Þótt orðabókin sé raunar góð, og yfirleitt ágætlega samið rit inn- an sinna takmarka, þá gefur það að skilja, að sitthvað kunni sumir að liafa kosið haft á annan veg, en þar er gert, af öllum þeim aragrúa af minniháttar atriðum, sem koma til greina við orðasæginn, sem bók- in fjallar um. Það er siður, þegar maður “gagnrýnir” eða “grann- sær”, að létta þess háttar smá- munum af hjarta sínu, einkanlega þegar litlu öðru er til að dreifa. Til að tolla í tízkunni eru fáeinir tíndir upp hér af þeim, sem mér hefir hugkvæ|mst við að blaða um bók- ina allvandlega. Bókin hefir kross framan við orð og merkingar, til að auðkenna þau sem úreld. Merki þau þykja mér bæði óþörf og ófróðleg. Eg trúi bókinni rakalaust, að þau orð séu til í málinu, sem hún telur, þótt eg hafi ekki séð eða heyrt sum þeirra fyrri; en þegar hún fer að segja mér, hvað ekki sé til í málinu, þá ber eg brigður á það, því hún getur ekki vitað það frekar en eg. Eng- inn maður er umkominn þess, með- an málið lifir og orðin sjálf sýna ekki úrgöngu í mynd sinni. Sjálf- sagt eru krossarnir settir með var- úð, en samt liefi eg rekið mig á þá þar, sem eg veit að þeir eiga hvergi við, t. a. m. fyrir framan “áburð- armaður”, “bakverpast”, “eirn” (= eirð), “fjárskakki”, “kaur” og “kaura”. Þessi orð eru ekki sjald- gæf, hvað þá heldur úreld, og vafa-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.