Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 151
ÍSLENZK.DÖNSJv QRÐABÓIv
117
laust kárnaði því meir um kross-
ana, því fleiri sem rækust í þeim.
íslendinga villa þeir varla og út-
lendingum gera þeir ekki mikið til,
því víðast munu þeir vera við það,
sem sjaldgæft er; lakast er að þeir
gefa þeim skakka hugmynd um
geymslu tungunnar af íslendinga
hálfu. Nýyrði eru mörg í bókinni,
ný og gömul. Þau, sem ekki þykja
hafa fengið viðtöku, eru auðkend
með afarlitlum baug eða gati fram-
an við þau. Það er vel til fundið.
Margra þeirra er getið. Þó hefði lík-
lega verið óhætt að vera enn óspar-
ari á því. Það er öllu til skila hald-
ið, að viðtaka sé fengin, t. a. m.
“afálykt”, “aðþróun” o. f. og
“framhjáhlaup”. Það orð er ef til
vill ekki talið nýyrði; á að vera (í
skák) sama sem framleikur. Skák-
menn segi (um peð) drepa eða fella
í framleik. Framleikur (það að
leika manni að heiman úr sæfti
sínu) er ekki í orðabókinni.
Útlegging orðanna er yfirleitt
nákvæm og snjöll, eins og áður er
á vikið; eg hefi ekki rekið mig
nema ál örfá orð, sem ekki eru al-
veg rétt útlögð, eða sem liöggva
hefði mátt nær. Þessi orð eru:
aukvisi = örkvisi, það er líka ritað
ökkvisi, og það er rétta myndin,
komið af sögninni ökkva (sbr.
Dönsku, ynke), eins og hrökkvís
af að hrökkva, og merkir þá upp-
haflega aumingi, aumkvunarverður
maður, og þaðan greinast merk-
ingar þær, sem bókin telur, nema 2.
merkingin er líklega ómagi, þarfi.
Einn er ökkvisi ættar hverrar, þ. e.
hver ætt á minst einn ómaga, kom-
ið af hinni víðtæku framfærslu-
skyldu fornra laga. Brá, auga,
ætti að vera undir 2. brá, því 1.
brá í augabrá (augnalok) er komið
af sögninni að bregða; aftur er brá
auga af 2. brá, því það heitir svo,
af því að það bráir, gljár. 2. brá og
3. brá merkja aðallega ekki annað
en gljá og að gljá, því ekkert bráir,
nema það gljái. “Einbeygður” er
lagt út beint eftir orðunum. “med
een Böjning”, og nokkuð óljóst,
hvað átt sé við; samnefni þess er,
sem á e-ð á baugi, á e-ð skylt og
óhjákvæmilegt að leysa af hendi,
nauðbeygður. Merkingin líklega
komin af manngjalda-merkingunni
í “baugur”, eins og Guðbrandur
Vigfússon getur til. Hefði orðabók-
in betur getið þessarar merkingar
í “baugur” vegna máltækjanna
“vera á baugi” og “eiga á baugi”.
Þau hefðu skilist betur. í máltæk-
inu: “fangs” er von af frekum úlfi,
sama sem frekur úlfur er líklegur
til að vera vondur bítur, og á
Dönsku er lagt út í bókinni: “af en
graadig Ulv kan man vente en
haard Kamp”; merkir fang á
Dönsku “Rov” fremur en “haard
Kamp”.
“Gangskör” er ekki “Gangbræt”,
geng að e-u er ekki óeiginlegrar
merltingar og vantar fullnaðinn í
þýðinguna. Því gangskör er yfir-
taksgangur, fullnaðarlykt, endileg
úrslit (af gangur, athöfn, sem
kveður mikið að, og skör það, sem
betur má, yfir tekur, gera g. að
e-u, er að leiða til fullnaðarlykta,
sama sem láta e-ð skríða til skarar.
“Grös 2.” merkir ekki “grasgang”,
heldur gróður, eins og bókin hefir
grös 3., og fjallagrös, og svo verð-
ur að skilja dælmið: þar eru ágæt
grös, þ. e. góð fjallagrös, eða gott