Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 158
124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
mál fram að nýju og urðu þau úr-
slit að niðurfærsla gjaldsins var
samþykt. Verður því árstillag
hvers fullorðins félaga 1 dalur, í
stað 2 dala. Var ritara falið að til-
kynna það deildum og öðrum.
Breyttingin um val heiðursfélaga
var nú nokkuö öðruvísi orðuð en í
fyrstu, þannig, að á eftir orðunum:
Heiðursfélaga skal kjósa eftir verð-
leikum”, komi: “á ársþingi sam-
kvæmt tillögum stjórnarnefndar-
innar” o. s. frv. Var þessi breyting
eða viðauki að lokum samþykt.
Nefnd hafði verið sett til að taka
til íhugunar tillögur forseta í
ávarpi hans til þingsins um réttindi
og atkvæði erindreka frá deildum.
í henni voru þeir Pred Swanson,
Ólafur Bjarnason og Bjarni Magn-
ússon. Lögðu þeir fram álit þess
efnis ,að breytingar í þessu efni
væru ekki heppilegar, og þyrfti
lagabreytingar áður en nokkuð
yrði gert. Var það rætt með og
móti, og að lokum vísað til nefnd-
arinnar til frekari íhugunar. Kom
hún síðar með endurskoðað nefnd-
arálit, en gat þó ekki til fulls kom-
ið sér saman urn það. Var það rætt
með og móti og að lokum felt,
vegna þess að álitið var, að þetta
þing gæti ekki gert ákvæði, er
kæmi í bá|ga við lögin. Varð það til
þess, að síðar á þinginu voru lagð-
ar fram lagabreytingatillögur, er
nánar verður frá sagt á sínum
tíma.
Nú var dagur að kvöldi kominn
og ákveðið að fresta þingfundi til
kl. 1 daginn eftir, þann 28. febrúar.
Klukkan átta að kvöldinu var
skemtisamkoma á sama stað. Pór
hún fram undir umsjón deildarinn-
ar “Prón”. Porseti deildarinnar,
hr. J. J. Bíldfell, setti samkomuna
með ræðu. Anna Sveinsson (Mrs.
Lowe) lék á píanó. Mrs. P. S. Dal-
man, Mrs. Alex Johnson og Miss
Rósa Hermannsson sungu ein-
söngva, sömuleiðis Mr. Halldór
Þórólfsson, er söng meðal annars
nýtt lag eftir Þór. Jónsson kaup-
mann við kvæði eftir séra Jónas A.
Sigurðsson. Þá sungu og fjórradd-
að ungfrúrnar Hermannsson og
Herman og þeir herrar Jóhannes-
son og Þórólfsson. Séra Ragnar E.
Kvaran talaði um smásagnastíl og
las upp þrjár smásögur, eftir þá
Guðm. Priðjónsson, Sigurð Nordal
og Einar H. Kvaran. Séra Rögnv.
Pétursson las upp kvæði eftir St.
G. Stephansson. Pór öll samkoman
fram á íslenzku og var að öllu
Igerður góður rómur. í neðri saln-
um báru konurnar fram rausnar-
legar veitingar, en í efri salnum
var dansað á eftir langt fram yfir
miðnætti, og fóru víst aílir ánægð-
ir heim til sín.
Síðasta þingdag, þann 28. febr.
var fundur settur kl. 1.30 e. h. For-
seti bar þinginu kveðju frá séra
Guttormi Guttormssyni í Minneota.
Ennfremur las hann upp tillögu frá
Jóh. Jósefssyni íþróttamanni, er
fer fram á, að þingið lýsi “ónáð
sinni á því, að verið sé að hvetja
eða narra íslendinga á íslandi til
þess, að flytja búferlum eða alfari
til Vesturheims”. Var samþykt að
leggja tillöguna til síðu og þakka
tillögumanni bendinguna.
Samvinnu-, mannaskifta- og
sjóðsstofnunarnefndin lagði þá fram
álit sitt. f þeirri nefnd voru: séra
.)
*
4
i