Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 161
EJÓRÐA ÁBI&ÞINC
127
snarpar umræður, en að lokum var
það þó samþykt óbreytt.
Útbreiðslumálanefndin kom því
næst fram með álit sitt. í henni
voru: Björn Pétursson, séra Sig-
urður Ólafsson og Kl. Jónasson.
Leggja þeir til að gagnger gang-
skör sé gsrð að því á árinu, að
senda menn í útbreiðsluerindum um
bygðir íslendinga til að afla með-
lima og stofna þjóðræknisdeildir.
Ennfremur að gera tilraun til þess
að komast í samband við þá Islend-
inga, sem dreifðir eru víðsvegar um
Jandið, að reynt sé að útbreiða
þekkingu á ísienzkum fræðum
meðal hérlsndra manna, og að
nefnd sé kosin til að sjá um, að
þjóðræknismál séu rækilega rædd
í íslenzku blöðunum, og að stjórn-
arnefndinni, um leið og henni sé
falin aðalframkvæmd í þessu efni,
sé heimilað að verja alt að 500 döl-
um úr félagssjóði til þessa starfa.
Nefndarálitið var rætt með og
móti og breyttingartillaga gerð um
að strika út þessa háu fjárupphæð.
Var hún feld og nefndarálitið sam-
þykt óbreytt. í nefndina til þess
að halda máilum félagsins vakandi
í blöðunum, voru þeir ritstjórarnir
kosnir: Stsfán Einarsson, J. J. Bíld-
fell og Einar P. Jónsson.
Séra Rögnv. Pétursson las upp
tillögu til þingsályktunar, er hljóð-
ar svo:
“Þar sem vér erum nú staddir á
liinu 4. ársþingi Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, þykir oss
eigi við eiga, að þingi þessu sé svo
slitið, að eigi sé minst þess manns
meðal þjóðar vorrar, er andast hef-
ir á þessu s.l. ári, er í öllum skiln-
ingi var foringi hennar og fulltrúi
um fimtung aldar, og þjóðin á að
þakka flestar þær verklegar fram-
l'arir, er orðið hafa á meðal hennar
á síðari árum. Þingið lýsir hrygð
sinni yfir því, að þjóð vor á eigi
lengur kost á að njóta hinna ágætu
starfskrafta og leiðsagnar fyrv.
ráðherra Hannesar Hafstein. Því
það er sannfæring vor, að þar sé í
val fallinn einn af allra mætustu
mönnum hinnar íslenzku þjóðar,
og minningin um starf hans, and-
lega og verklega, sé eitt af því, sem
niðjum íslands, hvar sem þeir eru,
beri að varðveita og láta sér vera
fyrirmynd í öllu góðu, í öllu fyrir-
huguðu starfi þjóð vorri til virðing-
ar og blessunar um ókominn tíma.”
(Undirritað) : Rögnv. Pétursson,
Finnur Johnson.
Tillagan var samþykt í einu
hljóði með því að allir stóðu þegj-
andi á fætur.
Þá var klukkan orðin meira en
sex og fundi frestað þangað til eft-
ir kvöldverðartíma..
Klukkan laust eftir átta að
kvöldinu var fjölmenni enn saman-
komið í Gocdtemplarasalnum. Hélt
séra Kristinn Ólafsson frá Moun-
tain, N. D., þar fyrirlestur all-lang-
an um Þjóðrækni og þjóðernismeð-
vitund. Rakti hann sögu slíkra
hreyfinga meðal fleiri þjóða en ís-
lendinga á ýmsum tímum, og sýndi
muninn á hollri og skaðlegri þjóð-
rækni . Þótti lionum vel segjast og
var greitt þakklætisatkvæði fund-
arins á venjulegan hátt. Séra Jón-
as A. Sigurðsson stýrði fundi og
gerði þingheimi ræðumann kunn-
ugan. Sagði hann, að þarna hefð-
um við lifandi dæmi þess, hverju