Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 31
SIGURÐUR NORDAL 13 byrgðarhluti, að eigna verkum löngu liðinna stórmenna sitt eigið andleysi, og reyna að hneppa þá í stakk, sem sniðinn er við dverga hæfi.’’ Rétt á litið er Nordal fulltrúi nýrrar stefnu, bæði í íslenzkum bókmentum og norrænni ritskýr- ingu. Þessi stefna er nýja róman- tíkin, sem leysir efnishyggjuna af hólmi. Því segir hann: “Það var mikið mein að eiga ekki um miðja 19. öld menn, sem gátu blásið meira af lífsanda rómantíska skól- ans í hinar nýju vísindaaðferðir, menn á borð við Rénan og Gaston Paris, sem áttu kvöldbjarmann af rómantíkinni yfir æsku sinni, en dagsbirtu raunvísindanna yfir þroskaaldri. Þeir menn, sem áttu þetta tvent, hafa verið mestir rit- skýrendur, því til þess þarf ekki einungis gáfur og lærdóm, heldur og ást á efninu og virðingu fyrir því. Annars er hætt við að fornrit verði ekki annað en bitbein og skotspænir fyrir skarpvitra heimsku skýrandans.” Þó að þessi dæmi séu valin úr inngangi Vöiuspár, mátti eins vel taka part af innganginum að bók hans um Snorra, þar segir meðal annars svo: “En eitt er það, sem eg hvorki vil né get afsakað: eg hefi af veikum mætti og eftir því sem efnið og þroski minn leyfðu, reynt að skrifa þessa bók um lif- andi rit fyrir lifandi menn........ Þó að andríki geti oft verið smekk- laust og óþolandi, þá er eitthvað bogið við, þegar það er orðið smán- aryrði meðal vísindamanna, er fást við algerlega óhagnýta fræðigrein, svo að hið andlega gildi hennar eitt gefur henni tilverurétt. Norræn rit- skýring siglir nú með lík í lestinni, af því að hun hefir gleymt að spyrja sífelt, hvað væri rannsóknar virði og hvernig hún ætti að gera rannsóknina lifandi þátt í menn- ingu og þjóðlífi." Báðum þessum spurningum hefir Nordal svarað með verkum sínum, Og hylli sú, er þau hafa hlotið, eigi aðeins meðal íslenzks almennings, heldur og meðal vísindamanna, svo vítt sem norræn fræði fara, sýnir að hann hefir verið á réttri leið. “Undir þessu merki skaltu sigra.” V. Eg vona að tvískiftingin í skapi Nordals sé mönnum ljós eftir und- anfarandi athugasemdir um hann og verk hans. Þar með er mannin- um þó hvergi nærri lýst til fulln- ustu; einkum vantar það á að benda mönnum á metnað hans og glæsimensku. Nordal segir um Flnn Jónsson, að hann hafi ekki “verið að gaufa út í útjöðrum fræða sinna, ekki sýnt tilfyndni sína í tómum smá- munum, eins og komið getur fyrir mikla hæfileikamenn. Hann hafi jafnan ráðist þar á garðinn, sem hann var hæstur og þörfin mest að vinna.” Sannleikurinn er sá, að Finnur hefir lítt farið í mann- greinarálit, er hann valdi sér við- fangsefni. En metnaður Nordals kemur meðal annars fram í því, að hann velur sér þau efni, sem hæst bera, eins og Snorri, Egill, Grímur Thomsen og Völuspá. Nor- dal er yndi að fást við þessa and-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.