Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA i fyrsta tækifæri, og á þann hátt legði fram þær ástæður, sem hann hefði að bjóða henni til stuðnings. Þessu. lofaði hann. — Þetta skrif er tilraun til að efna það loforð eftir föngum. Sumarskóla-hugmyndin eins og henni var lýst þetta kvöld var eink- um í þessu fólgin: 1. Að Háskóli íslands stofni til sumarkenslu frá fyrsta júlímánað- ar til loka ágústmánaðar ár hvert í íslenzkum og Norðurlanda fræð- um, ásamt öðrum námsgreinum, sem sérkennilegar eru íslandi. 2. Að sérstök athygli verði veitt námsþörfum útlendinga og að skól- inn sé aðallega þeim ætlaður. 3. Að svo ágætlega verði til kenslunnar vandað, að hún, í sín- um sérfræðigreinum, skari fram úr öðrum mentastofnunum, hvar sem leitað sé. 4. Að skólinn standi reiðubúinn til að uppfræða og aðstoða nem- endur, á hvaða þekkingarstigi sem þeir eru í þessum fræðum, alt frá byrjun til hinna dýpstu og flókn- ustu rannsókna. 5. Að útlendingum verði gerð íslandsveran sem allra ánægjuleg- ust, og þeim gefið tækifæri undir umsjón og leiðsögn kennaranna, til að kynnast sögustöðunum og fegurð landsins. 6. Að í sambandi við sumarskól- ann (síðustu vikuna eða vikurnar) verði stofnað til alþjóða ársþings kennara og sérfræðinga í Norður- landa- og þar að lútandi fræðum. 7. Að Háskólinn gefi út vandað ársrit, á svo mörgum tungumálum sem þurfa þykir, og útbýti því víða um lönd, á meðal háskóla og ann- ara mentastofnana, stórblaða og tímarita, einkum þeirra, sem við mentamál fást (educational jour- nals), og þeirra einstaklinga, sem eftir því æskja eða líklegt þykir að meti innihald þess. Þetta eru þá í stuttu máli frum- drættir sumarskóla-hugmyndarinn- ar, án nokkurra litbreytinga eða loftkastala. Þeir eru aðeins byrj- unartilraun, sem að sjálfsögðu er í öllum greinum ábótavant. Að fullkomna uppdráttinn, þegar til þess kemur, verður annara verk- efni en mitt. Alvarleg íhugun þessa máls vek- ur að minsta kosti þrjár spurning- ar, sem heimta viðunanleg svör. lsta sp. — Hvers vegna ætti ís- land að leggja á sig slíka fyrirhöfn aðallega fyrir útlendinga? 2ur sp. — Hvers vegna er sumar- skóli svo æskilegur fyrir útlenda nemendur? 3ja sp. — Hvaða ágóða mundi ísland hafa af slíku fyrirtæki? Fyrstu spurningunni ætla eg ?ð svara með því að minna á: Að eins og fossarnir hafa um liðnar aldir sungið um afl sitt og atgervi, og óþolinmóðir heimtað tækifæri til að reyna atorku sína og starfs- þrek; og eins og hverarnir hafa í sífellu gosið upp sjóðheitum straumum, reiðubúnir til að taka hrollinn úr fólkinu og hjálpa til að bæta meinsemdir þess: Að á sama hátt hafa líka gimsteinar íslenzkr- ar menningar skinið frammi fyrir þjóðinni, bíðandi þess að þeim yrði haldið hátt á lofti af henni sjálfri, svo að þeir fengju að senda geisla- dýrð sína um allan heim, íslandi til auðnu og upphefðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.