Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 41
SUMARSKÖLI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
23
inn og hvappinn. Ef kostur væri á
námsskeiði í sambandi við vel
skipulagðar ferðir til merkustu
staða, myndi það án efa draga
marga erlenda fræðimenn til lands-
ins.
Ef ísland á að verða miðstöð
norrænna fræða í framtíðinni, og
það ætti það að vera sakir bók-
menta sinna, tungu og sögu, verð-
ur nú þegar að sjá svo um, að þeir,
sem kynnast vilja íslenzkri menn-
ing og háttum, eigi sem allra greið-
astan aðgang að þeim fróðleik.
Námsskeiðum í þessum fræðum,
og svo í nútíma íslenzku, ætti að
koma af stað, og fá til þeirra beztu
fræðimenn frá háskólum og menta-
skólum Evrópu og Ameríku.
Tungan sjálf, sem geymt hefir
mörg forn einkenni og felur í sér
svo flókið kerfi hljóðfræði, er í
sjálfri sér svo að segja einstök, og
alveg nauðsynleg hverjum þeim,
sem vill kynna sér samband ger-
manskra mála. Eins og nú hagar
til, má búast við, að útlendingur-
inn komi tii fsiands án þess að
kunna nokkuð í nýja málinu, haldi
svo áfram að lesa sína Þýzku,
Dönsku, Norsku eða Sænsku, og
fari heim með það á tilfinningunni
að íslenzka nútímans sé ugglaust
nierkilegt mál, ef manni væri gef-
inn kostur á að læra hana. Sum-
arskólinn ætti einmitt að gefa
mönnum þetta tækifæri, og bæta
þannig úr þessum örðugleikum, að
nokkru leyti að minsta kosti.
Ef hugmynd yðar væri komin í
framkvæmd, myndi sumardvöl á
íslandi verða alt öðruvísi en hún
er nú. Gesturinn (ef hann væri
kominn til nátns) myndi þegar í
stað komast inn í félagsskap, sem
starfaði að sömu áhugamálum og
hann og væri meira eða minna “við-
urkendur” af hinu opinbera, í stað
þess, að nú finst honum hann vera
gersamlega einmana og eins ókunn-
ugur öllum háttum og framast má
vera. (Að minsta kosti er það svo
um Ameríkumenn). Hann myndi
fljótt komast í félagsskap líkann
því, sem hann á að venjast, og
þar ætti hann altaf athvarf og
fyndist hann eiga nokkurskonar
heimili. — Eg held að ísland geti
boðið útlendingum margt. En fáir
útlendingar munu koma þangað
til að arka fram og aftur um göt-
urnar í Reykjavík og skoða í búð-
arglugga. Það geta þeir eins vel og
miklu betur gert í Lundúnum eða
París. Ef hann kemur oftar en einu
sinni, eða stanzar lengur en með-
an skipið bíður eftir honum, verð-
ur að gefa honum kost á að eign-
ast eitthvað af því, sem ísland eitt
getur veitt. Eg hefi þá skoðun, að
sumarskóli sá, sem þér hafið stung-
ið upp á, gæti mjög mikið bætt úr
þessu.
Ef eg get orðið málinu að liði á
einhvern hátt, þá gerið svo vel að
gera mér aðvart um það.
Yðar einlægur,
J. H. Jackson
Fellow American Council
of Learned Societies.
Úr bréfi frá próf. Chester N. Gouid
frá Chicago háskóla.
En ef ísland vill vera miðstöð
skandínaviskra fræða, þá er greið-
asta leiðin sú, að háskólinn taki
upp hugmyndina um sumarskól-
ann. Það er hægt að fá sæmilega