Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Qupperneq 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
framfarir, geta varla orðið svo ó-
venjulegar eða framúrskarandi, að
þær veki annara þjóða eftirtekt á
íslandi. Á þeim sviðum er of mikil
samkeppni af þjóðum, sem standa
þar ólíkt betur að vígi. Alt öðru
máli er að gegna, þegar kemur til
kensiu íslenzkra fræða: íslenzkrar
tungu, bókmenta, sögu og menn-
ingar. Á því sviði getur ísland hæg-
lega skarað fram úr öllum keppi-
nautum.
Með stofnun sumarskóla yrði
stórt spor stígið í áttina til þess að
gera ísland aftur að höfuðbóli nor-
ræns fróðleiks og menningar, þess
takmarks, sem vér vonum, að Há-
skóli íslands hafi sett sér að ná.
Fámenni þjóðarinnar og fjarlægð
landsins, ófrjósemi þess, fjárhags-
legir og aðrir erviðleikar, orkuðu
ekki að afstýra gullöld fortíðarinn-
ar, og munu ekki heldur, “ef fólkið
þorir”, megna að afstýra þeirri
gullöld framtíðarinanr, þegar ísland
— íslenzkur háskóli — verður við-
urkendur og heiðraður um allan
heim, sem miðpúnktur fræða og
menningar, arfleifðar frá dýrðlegrl
fortíð, sem eykst og göfgast við
óþreytandi elju nútíðar fróðleiks-
fýsnar og rannsóknar, og ávaxtast
ár frá ári, og nær hærra stigi frá-
bærleika og fullkomnunar.
Að endingu vil eg aðeins minn-
ast þess, að af öllum þeim litla
hóp af íslendingum og fólki af ís-
lenzkum ættum, sem í veröldinni
iifa, er hér um bil einn af hverjum
fjórum búsettur í útlöndum. Til-
tölulega margt af þessum íslenzku
útlendingum ganga mentunarveg-
inn, og flestu af því fólki er for-
vitni á að kynnast landi, tungu,
bókmentum og sögu feðra sinna.
Það er vel hugsanlegt, að það gæti
færst í venju á meðal þessa náms-
fólks, að nota eitthvað af sumar-
leyfum sínum til náms við surnar-
skóla í sambandi við Háskóla Is-
lands, ef hann yrði stofnaður. Ef
sú tilgáta reyndist rétt, yrði sum-
arskólafyrirtækið að auki, einnig
til þess að gera nánari og hald-
betri frændsemina á milli Fjallkon-
unnar og niðja hennar í öðrum
löndum.
<