Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 45
Efttr Pfil S. Pfilfison.
ÉLJA-GRfMUR.
Að berjast við útsynnings illélja fjöld
frá æfinnar morgni og langt fram á kvöld,
en eiga altaf vissu og von í huga,
að veðrinu sloti, ef kraftarnir duga.
Að élin, þau endi þó öll um síðir,
og óhræddur stríða við frost og hríðir
var séreign þín, Grímur. Ei hættur þú hrædd-
ist,
þinn hugur og karlmenska í þrautunum glædd-
ist.
Er blindhríðin ögrandi í eyrum þér söng,
og ólmaðist hamslaus um vetrarkvöld löng,
þú baðst ei að slotaði hríðinni hörðu,
— það hilti þó altaf í nýja vörðu. —
Og þó að hún týndist, þú óttaðist eigi,
því áttstaðan hélt þér á réttum vegi:
því þú hafðir altaf við óveður barist
og illfylgjum manna og náttúru varist.
Og illmælgi, flapur og upplogna sök
þú eltir ei, þegar að vantaði rök;
og heldur ei fláræði falskra vina;
þér fanst það sem smá-él og augnabliks hrina,
sem hamsleysi sínu í sjálfsvöm eyddi.
— Svo særðist oft margur, er höggið greiddi.
Þú rólegur brostir við baknagi og kriti;
þú barst þar af flestum að manndómi og viti.
Og eitt var þér gefið, sem fátítt finst:
Að fara þá leið, sem var troðin minst,
og sneiða hjá kvía og kúa leiðum,
en kjósa þér braut fram með jökla-breiðum.
Þú hræddist ei bliku né hríðar-boða,
þó heiðarnar geymdu í skauti sér voða.